Hús dagsins: Lundargata 9

Síðasta Hús dagsins var Lundargata 7 og Gránufélagsgata 10 (sem telst eða taldist Lundargata 7b) og nú er það bara næsta hús en það stendur á horni þessara tveggja gatna og afmarkast lóðin af bílaplaninu við Gránufélagsgötu 10 að vestan.P5050002 En Lundargötu 9 reisti séra Pétur Guðmundsson um 1897*. En húsið er einlyft timburhús á steyptum kjallara með háu portbyggðu risi og miðjukvisti. Öfugt við mörg önnur hús í nágrenninu hefur ekki verið byggt við húsið eða risi lyft- en ekki er mér kunnugt um hvort kvisturinn á framhlið hafi verið frá upphafi. Hinsvegar hefur húsið á sínum tíma "lent í því" að vera forskalað með skeljasandsmúr en á árunum kringum 1950 var það "heitasta" í endurgerð gamalla húsa að forskala þau  þ.e. múrhúða og skipta gömlu sexrúðu-og eða krosspóstunum út fyrir einfalda þverpósta. Slík aðgerð hefur verið kölluð að augnstinga húsin- eins miður geðfellt og það heiti er. Enda þykir þetta ekki í dag geðfelld meðferð á gömlum timburhúsum. Ég er nú hins vegar á því að þó timburhús sé forskalað geti það allt eins verið fallegt og smekklegt eins og timbur- eða járnklæddu húsin. Þetta liggur allt í viðhaldinu og umhirðunni.  Séra Pétur bjó í húsinu til dauðadags en það var ekki lengi því hann lést 1902. Sonur hans, Hallgrímur bjó í húsinu áfram og rak þar bókbandsstofu og gaf þarna út bókaflokkinn Nýjar kvöldvökur hinar fyrri og gaf einnig út Annál 19.aldar sem faðir hans hafði byrjað að rita en ekki enst aldur til að klára. Hvort einhver önnur starfsemi var í húsinu eftir bókband Hallgríms er mér ókunnugt um en þykir svosem ekkert ólíklegt. Síðustu áratugina hefur húsið verið íbúðarhús með einni íbúð. Fyrir um áratug var húsið tekið í gegn að mörgu leyti, settir í það nýjir sexrúðupóstar og inngangi breytt, hann færður frá miðri framhlið í norðvestur horn hússins. Húsið lítur vel út og virðist í góðu standi. Þessi mynd er tekin 5.maí sl.

*Þess má kannski geta að þeim tveim heimildum sem ég styðst við í þessum pistli ber ekki saman um byggingarár hússins. Guðný Gerður og Hjörleifur segja 1898 en Steindór Steindórsson segir 1896. Hér einfaldlega fer ég bil beggja og segi byggingarárið 1897 með þessum varnagla "um". Aftur á móti má geta þess að þar sem húsið er um 115 ára eru þetta skekkjumörk uppá innan við 2%.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 623
  • Frá upphafi: 420730

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband