Hús dagsins: Gránufélagsgata 21

Jæja, ætli það sé ekki alveg kominn tími á uppfærslu hér, tæpar tvær vikur síðan síðast. En nú  færum við okkur yfir hornið hjá Lundargötu 9 og yfir götuna að öðru stæðilegu húsi, Gránufélagsgötu 21.P5050001

Hvenær elstu hlutar hússins eru byggðir er eiginlega á huldu en í bók Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs um Oddeyrina er húsið byggt árið 1919 uppúr geymsluskúr sem stóð á baklóð Gunnar Guðlaugssonar húsasmiðs við Lundargötu 10. Það er sumsé ekki vitað hvenær sá skúr var byggður en hér miða ég við byggingarárið 1919.  Raunar var húsið byggt í áföngum fram eftir þriðja áratugnum en eigandi árið 1922 er L. Rasmussen. Þá er húsið virt til brunabóta sagt einlyft timburhús með lágu risi en Guðrúnu Funck-Rasmussen, konu hans er leyft að stækka húsið 1927 og hefur það þá líklega fengið það lag sem það nú hefur. Þó hefur múrhúð væntanlega komið mun seinna eða um miðja 20.öld; húsið mun hafa verið skífuklætt snemma eða í upphafi.  Nú er húsið einlyft á háum kjallara með háu risi og er suðvesturhorn hússins með sneiðingi. Lítill hallandi kvistur er á framhlið.  Guðrún Funck-Rasmussen var mikilvirkur ljósmyndari og rak þarna "atelier" eða ljósmyndastofu í risinu og bjó á neðri hæð. Ljósmyndastofan var starfrækt í húsinu um árabil en síðustu áratugina hefur húsið verið einbýlishús. Húsið virðist í ágætu standi og lítur vel út.  Þessa mynd tók ég á myndatúr þ. 5.maí sl.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 420183

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband