Hús dagsins: Hafnarstræti 108

Næstu vikur mun ég færa mig frá norðri til suðurs og upp Gilið í umfjölluninni minni og taka fyrir nokkur hús í þeim hluta Hafnarstrætis sem kallast í daglegu tali Göngugatan en hefur þó ekki verið göngugata í um áratug. Hafnarstræti 108 sést hér á myndinni en húsið er byggt árið 1930.P1180069 Húsið byggðu í félagi hjónin Hulda Jensson og Snorri Guðmundsson byggingarmeistari og Friðjón Jensson kjörfaðir hennar en hann var læknir og tannlæknir. Húsið er þrílyft steinsteypuhús með háu risi og stórum miðjukvisti á framhlið og tveimur minni sitt hvoru megin. Þá eru einhverjir kvistir á bakhlið. Í gluggum eru þverpóstar með margskiptum efri gluggafögum. Friðjón rak þarna tannlæknastofu lengi vel og bjó jafnframt í húsinu en ýmis önnur starfsemi hefur verið í þessu húsi. Sennilega hefur alla tíð verið verslunarrekstur á jarðhæð. Meðal fjölmargra verslana sem þarna hafa verið eru skóverslun Hvannbergsbræðra og Bókabúð Jónasar var þarna um árabil fram yfir aldamót 2000. Síðustu sjö árin hefur Kristjánsbakarí verið þarna til húsa en bakaríið flutti úr Hafnarstræti 98 þegar til stóð að rífa það, en sú var ekki raunin. Íbúðir og eða leiguherbergi eru á efri hæðum hússins. Húsið lítur vel út og hefur líkast til ekki breyst mikið í útliti frá upphafi. Sérkennilegir gluggar og rammar og kantar utan um þá gefa húsinu skemmtilegan svip. Þessi mynd er tekin 18.janúar 2014. 

 Heimild: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 420749

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband