Hús dagsins: Hafnarstræti 104; Akureyrar Apótek

Ég held áfram með umfjöllunina um húsin efst í Hafnarstræti austan megin. Hús númer 106 fjallaði ég um fyrir rúmu ári síðan eða 9.janúar þ.a. nú er röðin komin að stórhýsinu við Hafnarstræti 104, sem lengst af hýsti Akureyrar Apótek. P1180070Húsið reisti Oddur Carl Thorarensen lyfsali árið 1929 en Akureyrar Apótek flutti þá í þetta hús úr Aðalstræti 4 (Gamla Apótekið) . Húsið er þrílyft steinsteypuhús en upprunalega var það með háu risi og steyptum "tröppum" á stöfnum. Á bls. 130 í Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs má sjá hvernig húsið leit úr upprunalega. Sú mynd er líklega tekin um 1940. Ekki veit ég hvenær húsið fékk núverandi útlit en einhverntíma var byggð upp fjórða hæð hússins. Hún er með hallandi skúrþaki og svölum langsum eftir framhliðinni. Húsið hefur alla tíð verið verslunar- og skrifstofuhús en einnig hefur verið búið í húsinu á efri hæðum. Þarna var einnig um árabil Heilsuverndarstöð Akureyrar á annarri hæð. Apótek var starfrækt á götuhæð einhver ár framyfir aldamótin 2000 en nú eru þar minjagripaverslunin VIKING og Fasteignasala Akureyrar. Efri hæðir eru hinsvegar gistirými. Húsið er eitt þeirra miklu stórhýsa sem ramma inn Göngugötuna svokölluðu (segi þetta þar sem efsti hluti Hafnarstrætis hefur ekki verið eiginleg göngugata í nokkur ár) og lítur vel út og virðist vel við haldið. Þessi mynd er tekin 18.jan 2014. 

 Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 420750

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband