Hús dagsins: Kaupangsstræti 19-23

Ein þeirra húsaþyrpinga sem ég hef ævinlega fundið mig knúinn til þess að taka fyrir hér á síðunni er Gilið sem raun heitir Grófargil en hefur síðustu tvo áratugina gengið undir nafninu Listagil. En hér er um ræða fyrrverandi iðnaðarsvæði  sem hefur frá því um 1992 verið einskonar hjarta lista og menningar á Akureyri. 

P1180072

Sunnan megin gils er áberandi mikil sambygging tvílyftra steinsteypuhúsa en þau standa númer 19-23. Húsin eru öll svipuð að gerð og útliti og reist árin 1930-50. Elstur er miðhlutinn byggður 1930 (appelsínuguli hlutinn) en neðsti hlutinn er reistur 1933. Yngstur er efsti hlutinn er þar er um að ræða viðbyggingu frá 1949 en hún er á þremur hæðum. Hús nr. 21 og 23 eru með flötu þaki en neðsti hlutinn (19) með skúrþaki. Ég hreinlega veit ekki hvort þrílyfta byggingin sé seinni tíma tenging á milli húsanna 19 og 21 en sú bygging var alltént komin 1958 (skv. mynd á bls. 143 í bók Steindórs Steindórssonar 1993). En elsti hluti þessarar samstæðu var reistur fyrir Smjörlíkisgerð KEA en fljótlega (1935) var framleiðslan aukin og  sem framleiddar sultur, saftir og búðingar og fleira og sú starfsemi varð að sjálfstæðum rekstri sem kallaðist Efnagerðin Flóra árið 1950. Þá fluttist Smjörlíkisgerðin í viðbygginguna, efsta hluta húsasamstæðunnar en um líkt leyti flutti Pylsugerð KEA á neðri hæð eldra hússins en Flóra var með sína framleiðslu á efri hæðinni. Neðsti hluti hússins hýsti einnig ýmsan iðnað, þarna var t.d. Húsgagnasmiðjan Einir og seinna billjardstofa, kölluð "Billinn" í daglegu tali. Iðnaðarstarfsemi hvers konar lauk í þessum húsum 1991 en síðan hafa þarna verið starfrækt kaffihús (Kaffi Karólína, Brugghúsbarinn) og  tónleika- og listsýningasalurinn Deiglan í miðhlutinn en íbúðir á efri hæðum. Fornbókabúðin Fróði er á götuhæð neðsta hússins. Það væri heldur langt mál að telja upp alla þá starfsemi sem húsin hafa hýst þessa rúmu 8 áratugi en hlutverk húsanna hefur vissulega tekið miklum stakkaskiptum. Húsin, eins og öll húsin í Gilinu geyma merka sögu Akureyrar sem iðnaðarbæjar á 20.öld og hefur söguskiltum verið komið fyrir á nokkrum þeirra þ.m.t. 19-23. Myndin eru tekin 18.janúar 2014. 

 Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 582
  • Frá upphafi: 420835

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband