Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 29

Eyrarlandsveg 29 reistu hjónin Júníus Jónsson og Soffía Jóhannsdóttir árið 1923.P4190008Húsið er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með portbyggðu háu risi. Húsið snýr stafni að götu líkt og öll húsin í þessari röð og á framhlið er forstofu með risi en á norðurhlið annar minni inngönguskúr. Krosspóstar eru í gluggum en á forstofu eru skrautlegir margskiptir gluggar beggja vegna dyra og bogalaga skraut ofan við þær. Að öðru leyti er húsið nokkuð látlaust og einfalt í útliti. Húsið hefur líkast til ekki tekið stórvægilegum breytingum að utanverðu og því virðist vel við haldið. Skorsteinn hefur verið fjarlægður af húsinu en á myndinni má sjá ljósbláan ferhyrndan blett efst á miðri þekjunni. Það er líkast til fyrrverandi skorsteinsstæði. Húsið og lóð virðist í góðri hirðu. Þessi mynd er tekin 19.apríl 2014 og á myndinni má greinilega sjá skugga ljósmyndarans. 

Heimildir: Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband