Hús dagsins: Norðurgata 32

Við Norðurgötu 32 sveigir gatan örlítið til austurs við gatnamót Grænugötu, en hún liggur á milli Glerárgötu og Norðurgötu og markar norðurmörk Eiðsvallar. P1010012Á þeirri lóð stendur tveggja hæða steinhús sem er ekki ósvipað og næsta húsum að lögun og svipar nokkuð til t.d. Eiðsvallagötu 4 og 9. Húsið reisti kona að nafni Aðalbjörg Friðriksdóttir árið 1930 en teikningar gerði Ármann Sveinsson. Norðurgata 32 er, sem áður segir, steinsteypuhús á tveimur hæðum með lágu risi. Gluggar eru með krosspóstum og bárujárn er á þaki en efst á göflum eru kantarnir bogadregnir. Húsið er reist sem íbúðarhús en vel má vera að neðri hæð hafi einhvern tíma hýst einhvers konar verkstæði eða starfsemi. Ekki hefur húsinu verið breytt mikið og er að líkindum svipað og í upphafi í stórum dráttum. Endurbætur fóru fram á húsinu á 10.áratugnum, þá voru veggir einangraðir upp á nýtt og klæddir en einnig hefur húsið verið “tekið í gegn” að innan. Á lóðinni eru einnig skúrbyggingar og sólpallur eða verönd við bakhlið, þ.e. austan megin. Húsið er allt hið glæsilegasta að sjá og umhverfi þess til prýði. Húsið er einbýlishús og hefur að líkindum verið svo alla tíð. Fast upp að húsinu sunnan megin stendur mikill silfurreynir (Sorbus intermedia) sem er mjög gróskumikill á sumrin en er einnig býsna skrautlegur að sjá í vetrarskrúða, líkt og á þessari mynd sem er tekin er sl. Nýjársdag 2015.

 

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband