Hús dagsins: Norðurgata 34

Árið 1930 reistu þeir Gestur Jóhannsson og Guðmundur Tryggvason íbúðarhús á tveimur hæðum á Norðurgötu 34. P1010017Er það reist eftir teikningum Halldórs Halldórssonar byggingarfulltrúa en hann teiknaði býsna mörg hús á Eyrinni á þessum árum. Hús Halldórs eru að öllu jöfnu einföld og látlaus og er Norðurgata 34 þar engin undantekning. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi, kjallaralaust.  Við norðurstafn er tvílyft forstofubygging og þar eru steyptar tröppur á efri hæð. Undir þakskeggi eru múraðir tíglar til skrauts, sem e.t.v. hafa einhvern tíma verið málaðir öðrum lit en húsið sjálft og verið meira áberandi. Á upprunalegum teikningum frá maí 1930 er aðeins stigapallur á efri hæð en ekki forstofubygging en aðrar teikningar frá febrúarlokum 1950 sýna húsið með forstofubyggingunni. Því hefur húsið líkast til fengið núverandi útlit um það leyti. Húsið er að miklu leiti óbreytt síðan þá fyrir utan að gluggapóstum hefur verið breytt á neðri hæð, þar eru þverpóstar en krosspóstar á efri hæð. Norðurgata 34 lítur vel út og virðist í góðu standi. Fljótt á litið virðist húsið "systurhús" númer 32 en þrátt fyrir svipaða stærð og lögun er um tvö ólík hús að ræða, hvort af sinni gerð. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin 1.1.2015.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 417041

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband