Nú hefst sumarið...

Stundum heyri ég fólk tala um að sumri fari nú að halla og styttast í haustið við Sumarsólstöður, af því þá fer daginn að stytta. Það kalla ég að mála skrattann á vegginn- þar eð ef menn kunna á annað borð illa við haustið og veturinn. Vissulega fer nóttin að lengjast en þó skal geta þess að rúmur mánuður líður áður en rökkva tekur á kvöldin. Og þó nætur gerist dimmar þá er enn von á einmuna sumarblíðu í a.m.k. mánuð eftir það. Oft eru júlí og ágúst - og jafnvel fyrri hluti septembermánaðar sólríkari og veður stilltari en í júní. Þess má líka geta að á víðast hvar miðast upphaf sumars við sólstöðurnar. Og hér fyrir norðan hófst sumarið eiginlega bara í síðustu viku, því stóran hluta maímánaðar og í byrjun júní sást varla til sólar og tveggja stafa hitatölur (eða bara yfir 7°) sjaldséðar. Og svo mega þeir sem sjá haust og myrkur handan við hornið þó daginn byrji að stytta hugleiða eftirfarandi: Er vetri farið að halla eða vorið rétt ókomið við Vetrarsólstöður (21.des). 

 


mbl.is Nýliðin nótt var sú stysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 293
  • Frá upphafi: 420168

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 207
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband