Þátturinn "Hús dagsins" 7 ára; 7 pistlar á einu bretti.

Þann 25.júní 2009 birti ég mynd af Norðurgötu 17; Gömlu Prentsmiðjunni, Steinhúsinu og skrifaði um það fáeinar línur undir yfirskriftinni Hús dagsins. Því hefur þetta uppátæki mitt gengið í sjö ár í dag. Ég ákvað í stað sjálfhverfs rauss smile um hvernig þetta byrjaði, hvers vegna ég er að þessu, o.s.frv.  sem ég hef tíundað hér nokkrum sinnum, að breyta svolítið til.  Í tilefni af 7 ára afmæli Húsa dagsins ætla ég birta hér 7 Hús dagsins á einu bretti! 

Ég hef svosem áður birt greinar um tvö hús eða fleiri í einu en þessir sjö eru allir sjálfstæðir þ.e. með eigin slóð. Yrði það að mínu mati alltof langt að setja alla þessa sjö pistla saman í einn. Allir eru þessir pislar nýir, nema einn, sem birtist áður haustið 2011. En hvaða hús verða fyrir valinu. Það eru húsin neðst við Þingvallastrætið. Ég kalla þessa röð "Sundlaugarröðina". Þessi skemmtilega húsaröð stendur gegnt Sundlauginni og Andapollinum í alfaraleið, en gatan er ein af fjölfarnari götum bæjarins, umferðaræð úr Miðbæ upp á Brekku. Þessi ágæta húsatorfa blasir við öllum þeim fjölmörgu sem leggja leið sína í Sundlaugina og er hún skipuð einstaklega formfögrum og reisulegum steinhúsum frá árabilinu 1928-33. Hér er yfirlits- og skýringarmynd af hluta þessarar húsaraðar: 

p6220363a.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 326
  • Frá upphafi: 420201

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband