Glæsihýsi á Reykjanesi

Ég hef síðastliðnar vikur dvalið í Reykjanesbæ en hef einnig átt leið um Reykjanesskagan og Suðurlandið. Hvarvetna um landiðmá finna gömul eða glæsileg hús, oftar en ekki hús sem eru hvort tveggja í senn, og þar er Reykjanesið engin undantekning. Því miður hef ég ekki tök á því að gera húsum þessum sambærileg söguleg skil og "Hús dagsins" en engu að síður er upplagt að birta myndir af þeim hér. Hver veit nema einhver úr röðum lesenda þessarar síðu lumi á upplýsingum um þessi hús og þá er sannarlega velkomið að deila slíku hér undir athugasemdir eða í Gestabók. 

"Kastalarnir" í Keflavík og GrindavíkP7040380

Hér má sjá húsin Aðalgötu 17 (efst) og Hafnargötu 39 í Keflavík annars vegar og Vesturbraut 8 í Grindavík. Síðast talda húsið skilst mér að kallist Krosshús. Þessi hús eru með nokkuð skemmtileg þök eða öllu heldur þakkanta, nokkurs konar "kastalalag" eða skotraufar. Samkvæmt Fasteignaskrá er Aðalgata 17 byggð 1934 og Hafnargata 39 byggð 1932 en Vesturbraut 8 er byggð 1929. Mögulega er sami teiknari á bak við þessi hús, en þau eru óneitanlega nokkuð svipuð að gerð. Krosshús í Grindavík er tvílyft en hin tvö á einni hæð, og byggt hefur við Hafnargötu 39. Viðhald og frágangur þessara húsa virðast eins og best verður á kosið. Einstaklega "sjarmerandi" og skemmtileg hús.

P7110384

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P7100444

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við hlið Krosshúss, eða á Vesturbraut 8a stendur einnig glæsilegt hús. Það er byggt 1984. Hvítu flyksurnar sem sjást á Grindavíkurmyndunum eru regndropar, en þegar ég var að mynda á Vesturbrautinni þann 10.júlí sl. kom dágóð gróðrarskúr.P7100446

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skemmtileg götumynd: Vesturbraut í Grindavík.


P7100447

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru nokkur gömul og virðuleg í eldri hluta Keflavíkur:

P7110375  P7110379

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P7110376

Myndirnar eru allar teknar 10. og 11.júlí sl. nema sú efsta af Aðalgötu 17, sem tekin er 4.júlí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 420166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband