Hús byggð samkvæmt 619.fundi Bygginganefndar Akureyrar 17.sept 1928.

Helstu heimildir mínar við vinnslu þessara litlu greina eru fundargerðir Bygginganefndar Akureyrarbæjar. Það var eiginlega fyrir hálfgerða rælni sem ég rakst á þessar bækur á Héraðsskjalasafninu sumarið 2014. Þess má geta, að fæstir þeirra pistla sem birst hafa hér á síðunni hefðu getað orðið til, hefði þessara heimilda ekki notið við. Í þessum ágætu fundargerðum getur maður séð hver byggði húsin og hvernig þau litu út í upphafi. (Aðrar mikilvægar heimildir eru t.d. teikningar sem finna má á Landupplýsingakerfinu og timarit.is en þar getur maður séð nokkuð nákvæmlega hvort og þá hvenær einhver starfsemi var til húsa í húsunum sem ég fjalla um þá stundina). Það var því mikil "bylting" í þessu brölti mínu þegar ég uppgötvaði Bygginganefndarbækurnar. Það var raunar hliðstæð bylting fyrir mig að finna Jónsbók, en það mikla verk er afrakstur Jón Sveinssonar fyrrum bæjarstjóra sem á fimmta áratugnum skráði upprunasögu hvers einasta uppistandandi húss og lóðar á Akureyri 1933-35. Í þeirri bók er möguleiki að fletta húsunum upp, en í fundargerðum Bygginganefndar eru götur og númer h.u.b. aldrei tilgreindar. Þar er yfirleitt talað um að þessi fái lóð t.d. vestan götu, næst norðan húss hins mannsins. En nóg um það.

Ég hef síðustu vikur fjallað nokkuð um hús við Oddeyrargötuna, og þar standa þrjú hús sem öll eru byggð eftir leyfum sem Bygginganefnd veitti fyrir nákvæmlega 88 árum þegar þetta er ritað. Tvö önnur hús sem enn standa, við Bjarmastíg og Eiðsvallagötu, voru einnig byggð skv. leyfum frá þessum sama fundi og því eru húsin alls fimm.  Verkamaðurinn segir svo frá þann 22.sept 1928: 

Byggingarleyfi var veitt á síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir 5 ný íbúðarhús. Þorsteinn Thorlacius og Elín Einarsdóttir byggja við Oddeyrargötu, Kristján Markússon við Gilsbakkaveg, Guðrún Sigurgeirsdóttir við Bjarmastíg og Magnús Einarsson við Eiðsvallarg. 

P1100303

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef marka má fundargerðir Byggingarnefndar gleymist raunar að nefna einn aðila þarna, en það er Pálmi Halldórsson, sem byggði við Oddeyrargötu 14 (sjá síðustu færslu). En hér eru umrædd hús:

P3050341

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorsteinn Thorlacius byggði Oddeyrargötu 28

 

P1100302

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín Einarsdóttir byggði Oddeyrargötu 13. Á sama fundi var samþykkt að Sveinbjörn Jónsson annaðist bygginguna fyrir hana. 

 

PA310012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín var sú yngsta (23)í hópi þeirra sem þarna fengu byggingarleyfi- og sú eina sem sem fædd var á 20.öld (1905). Aldursforseti húsbyggjenda var hins vegar hinn áttræði Magnús Einarsson organisti en hann fékk að byggja Eiðsvallagötu 3. Óskar Gíslason múrarameistari sá um byggingavinnuna fyrir Magnús.

P2280336

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eiðsvallagata 3 er elsta hús sem enn stendur við Eiðsvallagötu og þess má geta, að húsið sem Guðrún Sigugeirsdóttir fékk að byggja við Bjarmastíg er einnig það elsta við þá götu.

Kristján Markússon sótti um að fá að byggja við Gilsbakkaveg. Meirihluti nefndar lagðist hins vegar gegn veitingu leyfisins- en byggt var á þessum stað sjö árum síðar og þarstendur Gilsbakkavegur 1a.

P8180227

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir eru að sjálfsögðu sóttar í Fundargerðir Bygginganefndar 1921-30, fund nr. 619 þann 17.sept 1928 og á timarit.is, sjá tengil í texta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 314
  • Frá upphafi: 420189

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 226
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband