Búið að skipta um haus og hamar

Í einhverri færslu kom ég inn á það að stundum gæti það orkað tvímælis að tala um upprunaleg byggingarár gamalla húsa sem tekin hafa verið í gegn frá grunni. Oft væru það raunar  aðeins örfáir bjálkar sem stæðu eftir af upprunalegri byggingu. Svipað dæmi: Einhvern tíma heyrði ég að einn elsti árabatur landsins væri um 220 ára. Hins vegar væri oft búið að skipta um eina og eina fjöl og raunar  útilokað að ein einasta fjöl  væri eftir úr upprunalega bátnum. Þetta er nú samt alltaf sami gamli báturinn. Þetta er kallað að það sé oft búið að skipta um haus og hamar. Þ.e. þú kaupir hamar og notar í nokkurn tíma þar til að skaftið eyðilegst. Þá skiptirðu um skaft. Svo eftir einhver ár er hamarshausinn orðinn það slitinn að þú þarft að skipta um hann. Og fljótlega þarf að endurnýja skaftið. Samt er þetta alltaf sami gamli hamarinn- eða hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja það er nú einu sinni þannig að eins og t.d. með torfhús, þá er beinlínis nauðsynlegt að endurnýja byggingarefnið annað veifið. Svo mér finnst oft nægja að tala um staðsetningu á gömlum húsum. En auðvitað er alltaf gaman ef upprunaleiki er til staðar. En meira að segja steinkastalar í útlöndum hafa oft verið endurnýjaðir að stórum hluta, eða stækkaðir og breyttir. Já og takk fyrir afmælisgjöfina:-)

Hrafnkell (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Svo er hægt að líta á fyrirtæki. Það er skipt um stjórn, alla starfsmenn, starfsemin er flutt á milli húsa eða héraða og hver veit hvað, en ef kennitalan er sú sama er þetta alltaf sama fyrirtækið. Sé hins vegar skipt um nafn og kennitölu er þegar um allt annað fyrirtæki að ræða þótt ekki sé um neinar aðrar breytingar að ræða.

Hallmundur Kristinsson, 3.8.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ekkert mál með afmælisgjöfina, vona þú kunnir að meta hana

Það er jú rétt að allar byggingar þurfa sitt nauðsynlega viðhald, lagnir, einangrun og klæðningar ónýtast með árunum og eldri hús verða einfaldlega óíveruhæf ef því viðhaldi er ekki sinnt. Flest eldri hús hafa t.a.m. verið endurskipulögð alveg að innan enda kröfur og þarfir íbúa mismunandi eftir tíma. Einnig er annað í þessu og það eru viðbyggingar, en algengt er með eldri hús að íbúar hafi sprengt þau utan af sér og marg sinnis byggt við. Seinni tíma viðbyggingar eru oft taldar spilla útliti og upprunalegri gerð húsa en mér finnst þær nú oft segja ákveðna sögu og eiga þannig fullan rétt á sér.

Arnór Bliki Hallmundsson, 3.8.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 420203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband