27.4.2013 | 14:01
Hús dagsins: Hríseyjargata 9.
Hús þessa kjördags til Alþingis er 85 ára timburhús við Hríseyjargötu. En hún er neðsta íbúðaþvergatan sem gengur norður úr Strandgötu- og einnig sú langyngsta- hún er að mestu byggð 1920-45 á meðan næsta gata ofan við Grundargata, Norðurgata (að Eiðsvallagötu) og Lundargata eru að stórum hluta byggðar á tveimur síðustu áratugum 19.aldar.
En Hríseyjargötu 9 byggði Lárus Hinriksson árið 1928 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. Húsið gæti hafa átt að vera steinhús upprunalega en á þessum tíma hafði dregið mjög úr byggingu timburhúsa- þó auðvitað hún hafi aldrei lagst af. En húsið er einlyft timburhús á lágum steyptum kjallara og með háu risi. Einlyft bygging er á norðurbygging, hvort hún er upprunaleg eða ekki er mér ókunnugt um en á risi er stór miðjukvistur á framhlið og minni kvistur á bakhlið. Húsið er bárujárnsklætt og gæti hafa verið svo frá upphafi en á þeim tíma sem húsið var byggt var mikið farið að járnverja eldri timburhús. Í Húsakönnun Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs (1995) er húsið sagt sérstakt fyrir þær sakir hversu seint það er byggt, en á þessum tíma þ.e. 1928 var steinshúsabygging nánast alls ráðandi. Sennilegt er að eldhræðsla hafi haft eitthvað um það að segja að timburhús urðu óvinsælli, en árin 1901-1912 urðu t.d. þrír "bæjarbrunar" á Akureyri og ýmsir stórbrunar víða um land. Á þessum tíma voru eldvarnir auðvitað mjög frumstæðar- ef þær á annað borð voru til staðar- og ef kviknaði í timburhúsi var næsta líklegt að eldurinn læsti sig í næsta hús og svo koll af kolli. Járnklæðningar og steinskífa utan á húsum gátu þá skipt sköpum. En aftur að húsinu. Hríseyjargata 9 er einfalt og látlaust að gerð, snyrtilegt og í góðri hirðu. Sama á við um lóð og umhverfi hússins. Í áðurnefndri Húsakönnun er sagt að gluggum hafi verið breytt, en nýlega hefur verið skipt um glugga og settir sexrúðupóstar sem líklega er í samræmi við upprunan. Húsið er einbýli og hefur alla tíð verið og ekki mun húsið hafa skipt oft um eigendur. Þessi mynd er tekin 12.janúar 2013.
Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2013 | 13:19
Gleðilegt sumar :)
Óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Hér fyrir norðan hefur veturinn verið langur, heilsaði raunar með krafti hvorki meira né minna en 10.september með stórhríð og norðanáhlaupi sem olli búsifjum, fé fennti inni og í fyrsta skipti í töluvert mörg ár fór rafmagnið af Akureyri vegna veðursins. Snjór hefur legið hér yfir meira og minna samfleytt frá því í nóvember en fyrri part vetrar komu nokkrir hríðarkaflar. Og Eyjafjörðurinn virkar að öllu jöfnu þannig að snjóalög aukast eftir því sem utar dregur; á Dalvík er miklu meiri snjór en á Akureyri og þar er t.d. allt á kafi enn- og hefur verið frá því í haust og hefur manni skilist að mörgum þar ytra þyki þetta vera orðið ansi gott af snjónum. Þá eru menn uggandi yfir því hvernig tún koma undan vetrinum því hann var afar óhagstæður með sínum snjóa- og þýðuköflum en slíkt skapar kjöraðstæður fyrir kalskemmdir. En nú er allavega sumarið komið samkvæmt almanakinu hvað sem öllum snjóalögum líður. Þessi sumarlega mynd er (þótt ótrúlegt megi virðast ) ekki tekin á Akureyri eða Eyjafjarðarsvæðinu heldur í bænum Cocoa Beach á vesturströnd Florida, þ.29.5.2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2013 | 20:12
Hús dagsins: Aðalstræti 24
Aðalstræti 24 reistu þeir Páll J. Árdal skólastjóri og ritstjóri og Guðbjörn Björnsson árið 1903. Sá síðarnefndi var húsasmíðameistari og þremur árum seinna stýrði hann byggingu eins mesta stórhýsis Akureyrar á þeim tíma, Samkomuhúsinu við Hafnarstræti 57 og á sama tíma vann hann einnig við byggingu Spítalavegar 15. Þannig að sumarið og haustið 1906 hefur líkast til verið nóg að gera Guðbirni Björnssyni! En Páll og Guðbjörn byggðu fljótlega (1905) við húsið aftantil og norðan við, og er það bakhús í hvarfi á þessari mynd. Húsið er því tvær álmur, framhús er tvílyft með lágu risi á meðalháum kjallara en bakhús er einlyft með skúrþaki (aflíðandi hallandi þaki) á háum kjallara. Bakhús var upprunalega reist sem geymsla en breytt í íbúð árið 1917. Árið 1922 er byggt við húsið aftan til og þá við suðurgafl, tvílyft bygging jafnhá framhúsi. Nú eru í húsinu að ég held þrjár íbúðir tvær á hvorri hæð og ein í bakbyggingu. Húsið er í endurbótum, ekki mörg ár síðan skipt var um klæðningu að hluta og málað og gluggar hafa verið endurnýjaðir og á örugglega enn eftir að auka á glæsileika þessa látlausa 110 ára gamla timburhúss. Þessi mynd er tekin 9.feb. 2013.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2013 | 20:26
Hús dagsins: Hafnarstræti 2
Af austurbrún syðri Brekkunnar þar sem ég hef síðastliðnar vikur tekið fyrir Eyrarlandsveginn og eitt hús við Möðruvallastræti færi ég mig niður í Innbæ að innsta húsi Hafnarstrætis þar sem gatan sveigir til austurs frá Aðalstræti.
En húsið á myndinni, Hafnarstræti 2 var reist árið 1892 af bræðrunum Friðriki og Magnúsi Kristjánssonum. Var húsið það fyrsta á Akureyri sem reist var á uppfyllingu en efnið tóku þeir úr brekkunni ofan við, þar sem hús nr. 16 við Aðalstræti var reist nokkrum árum seinna. Uppfyllingin var sú fyrsta sem gerð var í fjörunni og var hún kölluð Nýja-Ísland og síðar tóku fleiri hús að rísa þarna. Húsið er tvær álmur, sú syðri er tvílyft og snýr A-V, á lágum grunni og með lágu risi en nyrðri álma er einlyft með háu portbyggðu risi og miðjukvisti og snýr N-S. Timburklæðning er á suðurhluta en sléttar plötur, mögulega asbest á syðri hluta. Í Akureyrarbók Steindórs (1993:97) er sagt að þeir hafi byggt við enda verslunarhússins. En á mynd frá 1897 (á sömu bls. í sömu bók) má sjá að húsið hefur þá fengið núverandi lag, þannig að seinni byggingin hefur verið byggð við snemma eða á innan við fimm árum frá því húsið var reist upprunalega. Ekki fylgir heldur sögunni hvort norður- eða suðurendinn var byggður á undan. En þeir bræður hófu verslunarrekstur í húsinu og þjónaði húsið því hlutverki í áratugi og árin 1902-04 var þarna rekið fyrsta útibú Landsbankans á Akureyri. Magnús og Friðrik bjuggu þarna og versluðu og seinna var öllu húsinu breytt í íbúðir. Nú munu í húsinu þrjár íbúðir, tvær í suðurenda og ein í norðurenda. Húsið er allt hið glæsilegasta og hefur verið í miklum endurbótum síðustu ár. Það er næsta lítið breytt frá upprunalegri gerð, en kvistur mun seinni tíma viðbót sem og forstofubygging á suðurgafli. Þessa mynd tók ég á rölti um Innbæinn laugardaginn 9.febrúar sl.
Heimild: Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Breytt 14.4.2013 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2013 | 20:31
Hús dagsins: Möðruvallastræti 2
Ofan Eyrarlandsvegar liggur Möðruvallastræti, sem er ívið yngri gata, byggð að mestu á seinni hluta 4. og 5.áratug 20.aldar. En á myndaferð um Eyrarlandsveginn þann 24.febrúar sl. ákvað ég að smella af einni í Möðruvallastræti af 78 ára gömlu steinhúsi eftir Sveinbjörn Jónsson, nánar tiltekið Möðruvallastræti 2. Einkennandi fyrir húsin við Eyrarlandsveg sem ég hef birt hér á síðunni síðastliðnar vikur eru stórbrotnar línur og skraut t.d. bogadregnir þakkantar í anda Jugend-stíls og svalahandrið setja skemmtilegan svip á mörg þeirra.
En Möðruvallastræti 2 dregur dám af Fúnkís stefnunni sem hóf innreið sína uppúr 1930, þar sem allt skraut og prjál var skorið niður og form og útlit skyldi vera sem einfaldast. Möðruvallastræti 2 teiknaði og byggði Sveinbjörn Jónasson árið 1935. Húsið er nokkuð dæmigert fyrir fúnkísstílinn, grunnflötur byggist á þremur ferningslaga álmum og þak flatt eða allavega þakkantur. Húsið er byggt á pöllum eins og kallað er, þ.e. kjallari er undir norðurálmu en ekki þeirri syðri og er hún því eiginlega hálfri hæð lægri. Það hefur ævinlega vafist fyrir mér hvernig skilgreini beri hús sem byggð eru á pöllum sem einlyft eða tvílyft o.s.frv. Gluggar eru einfaldir og engir eiginlegir póstar og horngluggar sem snúa til suðurs en slíkir gluggar eru eitt megineinkenna fúnkíshúsa. Fyrsti eigandi hússins og verkkaupi Sveinbjarnar við byggingu hússins var Helgi Skúlason augnlæknir En húsið er teiknað og byggt sem einbýlishús og er enn í dag og ef marka má teikningar Sveinbjarnar (Friðrik, Halldór og Magnús 1996:92) er húsið að mestu í upprunalegu horfi að utan en þó er sólskáli eða glerbygging á þekju suðurálmu seinni tíma viðbygging. Húsið er í góðu standi og lóðin umhverfis vel gróin m.a."verklegum" birki- og reynitrjám. Sveinbjörn hafði árið 1935 teiknað og byggt tugi húsa á Akureyri og víðar af ýmsum stærðum og gerðum en einkenni flestra þeirra var þó þetta "hefbundna" ein eða tvær hæðir og hátt ris. Hann teiknaði á þessum árum (fyrstu árum 4.áratugarins) nokkur hús undir þessari "nýjustu tísku", Fúnkís stefnu en í ævisögu hans kemur fram að hann hafi fljótt gerst fráhverfur henni (Friðrik, Halldór og Magnús 1996: 94). Sem fyrr segir er myndin tekin þann 24.febrúar 2013.
Heimildir: Friðrik Olgeirsson, Halldór Reynisson, Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál. Reykjavík: Fjölvi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 40
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 314
- Frá upphafi: 450472
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar