Gleðilegt sumar :)

Óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Hér fyrir norðan hefur veturinn verið langur, heilsaði raunar með krafti hvorki meira né minna en 10.september með stórhríð og norðanáhlaupi sem olli búsifjum, fé fennti inni og í fyrsta skipti í töluvert mörg ár fór rafmagnið af Akureyri vegna veðursins. Snjór hefur legið hér yfir meira og minna samfleytt frá því í nóvember en fyrri part vetrar komu nokkrir hríðarkaflar. Og Eyjafjörðurinn virkar að öllu jöfnu þannig að snjóalög aukast eftir því sem utar dregur; á Dalvík er miklu meiri snjór en á Akureyri og þar er t.d. allt á kafi enn- og hefur verið frá því í haust og hefur manni skilist að mörgum þar ytra þyki þetta vera orðið ansi gott af snjónum. Þá eru menn uggandi yfir því hvernig tún koma undan vetrinum því hann var afar óhagstæður með sínum snjóa- og þýðuköflum en slíkt skapar kjöraðstæður fyrir kalskemmdir. En nú er allavega sumarið komið samkvæmt almanakinu hvað sem öllum snjóalögum líður. Þessi sumarlega mynd er (þótt ótrúlegt megi virðast Wink) ekki tekin á Akureyri eða Eyjafjarðarsvæðinu heldur í bænum Cocoa Beach á vesturströnd Florida, þ.29.5.2008.

 P5290006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður

Gleðilegt sumar og þakka þér fyrir allan fróðleikinn og myndirnar.  Bið að heilsa í bæinn.

Kær kveðja,

Magga

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 420790

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 470
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband