Hús dagsins: Bjarkarstígur 3

Bjarkarstíg 3 reisti Friđjón Axfjörđ  múrarameistari áriđ 1945. PA090810Friđjón fékk áriđ 1942 leigđar tvćr neđstu lóđir viđ Krabbastíg, en ţćr voru inni í trjágarđi sem tilheyrđu húsi hans viđ Munkaţverárstrćti 13.  Ţremur árum síđar fékk hann ađ byggja hús eftir eigin teikningum úr steinsteypu, ein hćđ á kjallara međ steingólfi, 13,5x6,35m auk útskota til suđurs, 5,45x7,65m ađ stćrđ og til norđurs, 2,1x1,25m. Ţess má geta, ađ í millitíđinni hafđi gatan skipt um nafn, en áriđ 1943 var ákveđiđ ađ gatan, sem átti ađ vera framhald Krabbastígs héti Bjarkarstígur sem hún heitir og síđan.

En Bjarkarstígur 3 er nokkuđ stórbrotiđ funkishús, einlyft á háum kjallara, gćti jafnvel talist tvílyft austanmegin ţar sem lóđ er lćgst en hćđarmismunur er nokkur á lóđum á ţessu svćđi. Húsiđ er međ flötu ţaki og međ lóđréttum póstum í gluggum. Ţakklćđning er sögđ óţekkt í Húsakönnun 2015, en ţakdúkur er ekki óalgengur á flötum ţökum sem ţessum. Friđjón Axfjörđ sem byggđi húsiđ, nam múriđn af Tryggva Jónatanssyni og mun m.a. fyrstur manna á Eyjafjarđarsvćđinu lćrt hleđslu verksmiđjukatla. Átti hann heiđurinn af kötlum í Síldarverksmiđjum ríkisins á Siglufirđi, Skagaströnd og Raufarhöfn. Félagi hans í iđninni var Gaston Ásmundsson, en hann byggđi einmitt húsiđ á móti, Bjarkarstíg 4 eftir teikningum Friđjóns. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en sjálfsagt eiga einhverjir erfitt međ ađ  trúa ţví ađ í Bjarkarstíg 3 hafi veriđ rekin bílasala ! Enda er ţađ svo, ađ bílasölur nútímans ţekja oftar en ekki heilu hektarana af bílum. En ţađ er nú engu ađ síđur svo, ađ á 6. og 7. áratug 20. aldar rak Baldur Svanlaugsson bifreiđasölu sína ţarna. En ţađ var raunar ekki óalgengt ađ bílasölur vćru inni í hverfum enda voru bílasölur ţess tíma yfirleitt mun smćrri í sniđum en bílasölur nútímans, ţar sem fleiri hektarar eru ţétt skipađir bílum. Bjarkarstígur 3 er snyrtilegt og vel viđ haldiđ hús; virđist raunar sem nýtt ađ sjá og til mikillar prýđi, eđa eins og segir í Húsakönnun 2015: „Reisulegt og óvenjulegt funkishús sem sómir sér vel í götumyndinni [...]“ (Ak. Bćr, Teiknistofa Arkitekta o.fl. 2015: 30) Lóđin er auk ţess vel gróin, m.a. birki og reynitrjám. E.t.v. er ţar ađ finna einhver tré sem Friđjón Axfjörđ gróđursetti á fimmta áratug 20. aldar. Myndin er tekin ţann 9. október 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 1024, 20. júlí 1945. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


Bloggfćrslur 4. nóvember 2018

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • PA090813
 • P5130723
 • PA090814
 • PA090810
 • PA090811

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 241
 • Sl. viku: 645
 • Frá upphafi: 219575

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 459
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband