Norðurbrekkan milli Gils og klappa

Eins og gestum þessarar síðu mun vera kunnugt um, stendur yfir tilraun hjá mér til að gerast rithöfundur. Hyggst ég gefa út hluta skrifa sem komið hafa fram á þessum vef á bók og er handritið tilbúið. Útgáfa þessarar bókar er þó algjörlega háð því, að söfnun takist á Karolina Fund. Hér er hægt að tryggja sér eintak af bókinni með því að fylla út reitina til vinstri en hægra megin á síðu er hægt að velja útfærslu. Þið getið m.a. keypt eitt eintak, fengið nafn á þakkarlista fyrir aukaþóknun, fengið handskrifaðan aukafróðleik, fengið 2 eintök og annað með afslætti svo dæmi séu tekin. Eintakið kostar 30 evrur eða um 4200 krónur. Um að gera að hvetja áhugasama að taka þátt í þessu og minni ég á að fari svo að söfnun takist ekki, er styrkurinn endurgreiddur. 

Í liðinni viku fékk ég í hendur nk. "prufueintak" af fyrirhugaðri bók Er nokkuð ánægður með útkomuna þó ekki sé hún gallalaus. Enn eru ýmsar ásláttarvillur sem þarf að laga og ýmislegt þess háttar. Ljóst er, að ég þarf að endurljósmynda fjölda húsa vegna slælegra gæða, en það höfðu þeir hjá prentsmiðjunni bent mér á. Líklega kemur það til af því, að ég asnaðist til að skera af upprunalegum myndum og rétta þær af, án þess að gæta að upplausninni. En til þess er nú þessi prufa, sjá hvað betur má fara hvað varðar bæði texta og myndir: Ekki kemur til greina að bjóða kaupendum bókar upp á eitthvert hrafnaspark ! En svona kemur bókin til með að líta út:

P7030782

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P7030780

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P7030781

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er tæpur mánuður til stefnu til að tryggja það að bókin komi út, og aðeins hafa safnast 16 %. Þannig að nú þarf að láta þetta berast ! 


Hús dagsins: Munkaþverárstræti 27

Munkaþverárstræti 27 byggði Ásgrímur Garibaldason árið 1940. P2180728Hann fékk haustið 1938 leyfi til að byggja íbúðarhús við Munkaþverárstræti, ein hæð með lágu valmaþaki og kjallari undir hálfu húsinu. Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín. Munkaþverárstræti 27 er steinsteypuhús, ein hæð á háum kjallara með lágu valmaþaki og bogadregnu útskoti til suðurs.  

Þar er um að ræða viðbyggingu frá 1983, eftir teikningum Hauks Haraldssonar. Bárujárn er á þaki og veggir múrhúðaðir og einfaldir póstar í gluggum, flestir með lóðréttum póstum með opnanlegum þverfögum. Á norðanverðri lóð, við götu stendur steinsteyptur bílskúr, byggður 1983, einnig eftir teikningum Hauks Haraldssonar. Hann er skástæður við götu sem nýtir pláss lóðar undir bílastæði ágætlega. Steyptur kantur er við lóðarmörk og bílastæði inn á lóð og steyptar tröppur upp að húsinu við hlið bílskúrs. Líkt og öll húsin við Munkaþverástrætið vestanvert stendur húsið nokkuð hærra en gatan.  Húsið hefur mest alla tíð verið einbýli, herbergi, stofur og eldhús á hæð en í kjallara var m.a. rými sem titlað er „frístundir, geymsla“.  Ásgrímur Garibaldason og eiginkona hans, Þórhildur Jónsdóttir bjuggu hér um áratugaskeið. Nokkrum árum áður en þau fluttu hingað byggðu þau annað hús á Ytri Brekkunni, eða Hamarstíg 3. Munkaþverárstræti 27 er stórbrotið og glæsilegt hús. Bogadregna stigahúsið gefur húsinu einnig sérstakan svip eða einkenni og samspil húss og bílskúr kemur skemmtilega út, þó vitaskuld sé þetta mikil breyting frá upprunalegri mynd svo sem fram kemur í Húsakönnun 2015. En Munkaþverárstræti 27 er glæsilegt hús í góðu standi, hús og lóð til mikillar prýði í götumynd. Myndin er tekin þann 18. febrúar 2018.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 828, 27. sept. 1938.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 8. júlí 2018

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband