Hús dagsins: Lundargata 11

Lundargötu 11 reisti maður að nafni Jón Guðmundsson árið 1898. Mörg hús við Lundargötuna voru einmitt byggð það ár, og flest þeirra standa enn. Húsið er lítið breytt að utan frá upprunalegri gp3040043.jpgerð, þó hefur verið byggð lítil útbygging á bakvið. Nú er húsið einbýli og hefur verið í tugi ára en svo hefur aldeilis ekki verið alltaf. Tryggvi Þorsteinsson (1911-1975) kennari og skólastjóri og mikilvirkur skátaforingi ólst upp í þessu húsi. Í 2.bindi bókaflokksins Aldnir hafa orðið (bls.77-113) lýsir hann aðstæðum þarna og íbúafjölda. Hann talar um að húsið hafi verið fjórar íbúðir, tvær á hæð og aðrar tvær í risi og í kjallara illa manngengar geymslur. Á hvorri hæð var kolaeldavél en engin önnur upphitun. Hann getur þess einnig hversu margir bjuggu í húsinu þau ár; það voru 19 manns.  Slíkar aðstæður voru raunar alls ekkert einsdæmi á þeim tíma. Í jafnvel enn minni húsum bjuggu oft 15-30manns, 4-6 fjölskyldur. Húsið hefur líklega upprunalega verið timburklætt en einhverntíma klætt svokölluðu steinblikki eða rósajárni. Þetta mun vera blikk- zink blanda sem er mótuð líkt og steinhleðsla ( þaðan kemur nafnið steinblikk ) og var mjög algeng á Akureyri en sést ekki mikið annars staðar. En mun það stafa af því að innflytjandinn, Gunnar Guðlaugsson húsasmiður og einnig mikill skátafrömuður var búsettur hér í bæ, nánar tiltekið í Lundargötu 10.  Það hús brann fyrir 20 árum síðan, var lengi skátaheimili og kallað Gunnarshólmi. Þessi klæðning hefur þann kost fram yfir járn að tærast lítið sem ekkert. Árin 1997-2000 var þetta hús gert upp og lögðu eigendur mikið á sig við að nálgast nýtt blikk. Eftir mikla eftirgrennslan kom í ljós að þetta var enn   framleitt í gamalli fjölskylduverksmiðju í Nevada, USA og þurfti að sérpanta þaðan. Mun það vera sama verksmiðja og Gunnar  skipti við á sínum tíma. Endurbygging þessa hússp3040044.jpg hefur mikið verið lofuð í sögugöngum um Eyrina enda sannarlega lofsvert framtak, það hefði verið mikið einfaldara að skella bara venjulegu bárujárni á húsið en haldið skyldi í upprunan. 

Hér til hliðar er nærmynd af steinblikkklæðningu. Eins og glögglega má sjá er þetta einskonar eftirlíking af múrsteinhleðslu.

Myndirnar tók ég á léttri göngu seinnipartinn í gær, 4.mars 2010.

Heimild:

Tryggvi Þorsteinsson, Erlingur Davíðsson skráði.(1973). Aldnir hafa orðið, II bindi. Akureyri: Skjaldborg.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 471
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband