Svipmyndir úr Eyjafirði

Hér eru nokkrar svipmyndir úr Eyjafirðinum þegar hann skartar sínu fegursta ( sem er reyndar bara alltaf! ). Myndaröðin spannar  frá Torfufelli fremst að Ólafsfjarðarmúla yst og eru myndirnar teknar á vetri, sumri, vori og hausti.

p6200032.jpgFyrsta myndin er tekin við bæjarhúsin að Litla-Dal í Djúpadal og sýnir fjallið Mælifell, 1155m y.s. Fjallið virkar ekki árennilegt en mér skilst að auðvelt sé að komast þar upp ef farið er fram Strjúgsárdalinn og upp þar. Strjúgsárdalur er einmitt til vinstri á myndinni.  Myndin er tekin 20.júní 2006.

 

 

 

 

 

 

p3160016.jpgNæst færum við okkur örlítið utar og er þessi mynd tekin á þjóðveginum skammt norðan við Melgerðismela. Hólafjall ( 1016m ) fyrir miðri mynd og austan við ( vinstra megin á mynd )  er Sölvadalur. Torfufell ( 1248m)  er svo til hægri, en um Torfufellið greinast Eyjafjarðardalur austan megin og Villingadalur vestan við. Myndin er tekin fyrir h.u.b. tveimur árum síðan, 16.mars 2008. 

 

 

 

 

 

p9190072_966603.jpgÞessi mynd er tekin 19.sept. 2009 ofan af Ytri-Súlu. Staðarbyggðarfjall (1051m ) sést hér eins og það leggur sig og Eyjafjarðaráin liðast um fjörðinn. Þarna má greina þéttbýliskjarnana við Kristnes og Hrafnagi, bleika akra og slegin tún. Áberandi eru líka skuggarnir af skýjunum ofan við. Þar sem myndin er tekin af Súlutindi sést að Staðarbyggðarfjallið er eilítið lægra en er munurinn rúmir 100m, Súlum í vil. Lægri hluti fjallsins, vinstra megin á mynd kallast Öngulsstaðaöxl. Yfir hana má sjá fjallaröðina í Garðsárdal. 

 

 

 

 

p6300017.jpgNæst berum við niður við Gásir og horfum til suðurs, fram fjörðinn. Myndin er tekin seint um kvöld, 30.júní 2009. Þarna sést Súlnafjallgarðurinn, Súlurnar tvær (1167 og 1213m), Bóndi (1361m)og Þríklakkar (um 1380m) og Kerlingin (1538m) hálf í felum í skýjabakka.  

 

 

 

 

 

 

p6300016.jpgÞessar tvær myndir eru teknar á sama stað með nokkurra sekúndna millibili en hér hefur ljósmyndari snúið sér við. Hér er sólin að setjast á bakvið Kötlufjall ( 907m ). 

 

 

 

 

 

 

 

p5150029.jpgÞessi mynd er tekin í Vaðlaheiðinni á gamla Þjóðveginum að kvöldi 15.maí 2006. Ólafsfjarðarmúli (um 1000m ) fjærst til vinstri og örlítið vinstra megin miðju ber Hrísey við sjóndeildarhringin.  Ysti hluti Galmastrandar skagar út á fjörðinn. Strikið sem gengur þar út á fjörðinn á milli 2. og 3.háspennustaurs frá vinstri mun vera Hjalteyri.

 

Líkt og fyrri daginn er ekkert "fótósjoppað" eða "lagað" á neinum af þessum myndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 599
  • Frá upphafi: 420764

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 478
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband