Vor í lofti...

Það er býsna vorlegt um að litast á Akureyri þess dagana. Nú er hitinn um 8 stig, léttskýjað og sólin skín ansi glatt. Snjó að mestu tekið upp í byggð. Vaðlaheiðin er skjöldótt, ( en Súlutindur að sjálfsögðu alhvítur ) og það þrátt fyrir þónokkuð fannfergi fyrir aðeins tveimur vikum. Hins vegar skal minnt á eina staðreynd: Það er enn vetur og verður svo næsta mánuðinn eða svo. Að minnsta kosti. Oft vilja menn missa sig í vorhug þegar svona hlýindatíð kemur í mars en hafa ber í huga að mars er hreinn vetrarmánuður, raunar mjög sambærilegur við febrúar. Enda einn af hinum svokölluðu útmánuðum, en þá verða jafnan verstu veðrin og mestu kuldarnir. Fyrir mér fer ekki að vora fyrr en ca. miðjan apríl. Að sama skapi verður maður stundum var við að ef það kemur smá kuldi og slagviðri síðsumars í ágúst að menn tali um að farið sé að hausta. Gróðurinn lætur í mörgum tilfellum blekkjast af svona hlýindaköflum. Oft má sjá plöntur og runna byrja að grænka alltof snemma, stundum með slæmum afleiðingum þegar aftur kemur kuldi og snjór og mun þá oftar en ekki um að ræða innfluttar tegundir. Íslenska birkið er hinsvegar vel aðlagað að dyntum íslenskrar vorveðráttu og bíður með græna litinn þar til nokkurn vegin er hætt að dimma yfir nóttina. En alltaf skal njóta góðrar veðurblíðu , hvort sem er vetur, sumar, vor eða haust. ( Og ekki láta einhvern leiðindaskarf útí bæ segja sér hvort það er vor eða vetur eða hvað Smile )

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hahahaha

Ragnheiður , 17.3.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 436855

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 322
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband