Hús dagsins: Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO

Áður en einkabíllin varð almenningseign upp úr miðri 20. öld voru leigubílar vinsæll ferðamáti og munu hafa verið a.m.k. tvær leigubílastöðvar á Akureyri. Það voru m.a. Bifreiðastöð Akureyrar og Bifreiðastöð Oddeyrar, BSOen sú leigubílastöð sem enn er starfandi er undir merkjum þeirrar síðarnefndu. Leigubílastöðin stendur á horni Glerárgötu og Strandgötu, telst líklega standa við Strandgötu 8. En húsið mun vera byggt 1956 og næsta lítið breytt frá upphafi, a.m.k. að utan. Ég hef nú reyndar grun um að ekki hafi heldur verið neinar stórvægilegar breytingar að innan gegn um tíðina. Ekki þori ég að fullyrða hvort þarna hafi verið leigubílastöð frá upphafi ( upplýsingar um það vel þegnar ) en þessi litla bygging hefur um árabil verið miðstöð leigubílasamgangna á Akureyri. Þarna er einnig söluturn og þar má sjá á veggjum margar innrammaðar myndir af leigubílum; drossíum frá miðri 20.öld. Þá er þarna áhugavert, gamalt Íslandskort . Einhvern tíma var ég að horfa yfir það og tók eftir því að þarna vantaði marga vegi, á Akureyri var ekkert þéttbýli norðan Glerár og fullt af bæjum í byggð sem löngu voru komnir í eyði. Hafði ég orð á því að þetta væri nú líklega úrelt kort en mér var bent á að þetta væri þarna sem einskonar safngripur.  Þá kíkti ég á kortið og sá þar standa í horninu "mælt og útgefið 1959". Mikill sjarmi yfir þessari sjoppu. Þessi mynd er tekin fyrir tveimur vikum, 4.mars 2010.  Á bakvið má sjá glitta í Hof, Menningarhús Akureyrar sem hefur verið um þrjú ár í bygging en verður senn fullbúið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

já þetta er skemmtileg sjoppa :)

Ragnheiður , 18.3.2010 kl. 19:05

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Rétt er það. Þetta er svona söluturn af "gamla skólanum". Hvorki hátt til lofts eða vítt til veggja, en einstök stemning og andrúmsloft og ekki spillir að verðlag er ekki hátt miðað við sjoppu af þessari gerð.

Arnór Bliki Hallmundsson, 18.3.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 420203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband