Ef það væri alltaf júní...

Ég efast ekki um hversu magnað það er að kíkja á gosið í Fimmvörðuhálsi. Ef ég væri ekki staðsettur akkúrat hinu megin á landinu væri ég eflaust búinn að drífa mig á staðinn með myndavélina að vopni. En ég læt vefmyndavélar og fréttamyndir sjónvarps og vefmiðla duga mér. En það er náttúrulega ekkert miðað við að sjá þetta "live". En það sem maður heyrt í fréttum um búnað fólks sem hyggst sjá gosið í návígi. Sumir virðast ætla að skokka uppá 1100 metra hátt fjall*, 12 tíma gönguleið, á nokkurn veginn versta tíma árs m.t.t. veðurfars, alltaðþví  í stuttbuxum og strigaskóm. Það leiðir hugan að fréttum sem maður heyrir oft af fólki sem heldur á fjallvegi um hávetur, búið eins og hásumar sé. Og lendir í tómum vandræðum fyrir vikið.  Vetrarveðráttan getur verið ansi dyntótt og sérstaklega á fjallaslóðum. Hjá sumum er kannski alltaf sumar og sól, en það dugar skammt að láta slíkt hugarfar ráða búnaði á ferðalögum.  Í þessu sambandi dettur mér í hug lag nokkuð sem var mikið spilað í útvarpi fyrir ca. 20 árum síðan, man ekkert hvað það hét né frekari deili á því en það byrjaði einmitt á setningunni  " Ef það væri alltaf júní ".  **

*Fimmvörðuháls er skv. þeim landabréfum sem ég hef skoðað sagður 1132 m y.s. Dettur alltént í hug að sú tala kunni að breytast í kjölfar eldsumbrotana.

**Ef einhver kann nánari deili á dægurlagi þessu eru þær upplýsingar vel þegnar. Viðlagið var eitthvað á þessa leið : "Það var líf og fjör og sumarsól / er ég sá þig dansa á rauðum kjól [...].


mbl.is Streyma að gosstöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Heyrðu félagi, ég hugsaði hlýlega til þín í gærkvöldi þegar ég horfði á myndina hans Gísla um Sverri Hermannsson smið. Það er frábært að fá að sjá þessi gömlu hús á Akureyri.

Ragnheiður , 29.3.2010 kl. 19:28

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka hlýhug, þóttist finna fyrir góðum straumum . Þetta var alveg mögnuð mynd hjá honum Gísla, margt sem kom fram þarna sem maður vissi ekki áður. Sverrir var náttúrulega  snillingur og mörg gömul húsin hér í bæ sem hann hefur byggt upp. Smámunasafnið hans er alveg einstakur staður- algjört "mekka" fyrir grúskara.

Arnór Bliki Hallmundsson, 29.3.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband