31.7.2010 | 19:14
Svipmyndir af hálendinu
Um síðustu helgi brá ég mér í dagsferð um Ódáðahraun, uppí Herðubreiðarlindir og inní Öskju. Hér koma nokkrar myndir sem ég ætla að mestu að láta tala sínu máli. En bæti þó kannski einhverjum tugum orða við þau 1000+ sem hver mynd segir. ATH. MYNDIRNAR LENDA SJÁLFSAGT ALLAR Í EINUM GRAUT (etv. misjafnt eftir vöfrum) EN ÞÆR STANDA VONANDI FYRIR SÍNU ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ...
Grafarlönd eru gróðursæl vin á nokkurn vegin miðri leið frá þjóðveginum yfir Mývatnsöræfi að Herðubreiðarlindum. Þar er annað stóra vaðið á þeirri leið, yfir Grafarlandaá. Um 100 metrum ofan vaðsins er þessi glæsilegi foss. Ekki er mér kunnugt um að hann hafi nafn, (gæti heitað Grafarlandafoss) en ábendingar þess efnis eru vel þegnar. Sú skrautlega planta, Eyrarrós (Epibolium latifolium) vex einnig í Grafarlöndum.
Og hér er "sú gamla" fjalladrottningin Herðubreið og Þorsteinsskáli í Herðubreiðarlindum í forgrunni. En Herðubreið er 1682m y. s. en rís um 1000-1100 m yfir umhverfi sitt. ( Sú gamla er reyndar síður en svo réttnefni því fjallið er afar ungt af fjalli að vera, talin mynduð fyrir um 20.000 árum síðan. Er hún því mörg hundruð sinnum yngri en fjallabálkurinn í Eyjafirði sem er um 9-10 milljón ára. )
Þessi mynd ætti e.t.v. heima undir "Hús dagsins" en þetta er Eyvindarkofi í Herðubreiðarlindum. Þarna dvaldist hann veturlangt um 1772 og haft var eftir honum að þetta hafi verið einn hans erfiðasti vetur og munaði þar mest um að þarna var hann aleinn án Höllu sinnar. Undir hleðsluna rennur lind og þarna vaxa plöntur, hugsanlega sem Eyvindur hefur haft fyrir stofublóm
. Minni ljósu blöðin sem sjást neðst í skorum er líkast til tófugras ( Cystopteris fragilis ) en líklega eru dekkri stóru blöðin ætihvönn (Angelica archangelica ) sem brýst þarna um skorurnar. En sú eðla planta er mjög einkennandi fyrir Lindirnar.
Næst berum við niður í Öskju og er horft yfir Öskjuvatn frá Víti. Þangað liggur fjölfarin gönguleið frá litlu skarði, Öskjuopi. Það er alveg hreint magnað að ganga að þarna frá Öskjuopi. En þetta er um 2,5 km gangur frá bílastæði við Öskjuopinu og eiginlega áður en veit af er maður kominn inní Öskjuna sjálfa. Sér fjallahringinn sem mynda Öskjuna. OG ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS HVAÐ ÞETTA ER ALLTSAMAN STÓRT! Ég hafði aldrei komið í Öskju áður, bara séð hana úr lofti á myndum en að skoða ganga um hana á jörðu niðri og horfa um víðáttuna var bara frábært. Stærð Öskju mun vera svipuð og öll Reykjavík. Þannig að þegar maður kemur um Öskjuop getur maður ímyndað sér að maður sé staddur t.d. á Lækjartorgi og öskjubarmarnir hinu megin séu þá efst í Breiðholti. En á gönguleiðinni sér maður ekkert í Öskjuvatn þar til alveg í lokin að komið er fyrir litla hæð og þá birtist alltíeinu sprengigígurinn Víti og við blasir Öskjuvatnið eins og útbreitt landakort, og enn og aftur ÞVÍLÍK STÆRÐ og það svona skemmtilega falin bak við einn lítinn háls.
Hæsta fjall Íslands utan stóru jöklana, Snæfell (1833m y.s.) séð gegn um aðdráttarlinsu frá vegarslóðanum að Öskjuopi. Snæfell er eldkeila á borð við Snæfellsjökul og Eyjafjallajökul en mun vera útkulnuð.
Glæsilegur húsakostur Ferðafélags Akureyrar við Drekagil í Öskju. Fyrst var byggður þarna skáli 1968-69 en hann er nokkurn vegin fyrir miðri mynd, lítið risþak og er kallaður Gamli Dreki. Þarna er einnig tjaldsvæði. Ég verð nú að segja að mér finnst Herðubreiðarlindir mun fallegri staður en Drekagilið en Dreki er auðvitað magnaður og einstakur staður á sinn hátt. Þegar Askja nálgast breytist umhverfið skyndilega úr svörtu og gráu hrauni í ljósar "sandöldur". Það er þó ekki sandur heldur vikur úr Öskjugosum.
Enda þessar svipmyndir með orðunum sem meistari Ellý sló í gegn með fyrir um hálfri öld: "Vegir liggja til allra átta..."
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 21
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 390
- Frá upphafi: 450993
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 299
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.