Hús dagsins: Spítalavegur 15

P7220095Spítalaveg 15 reistu í sameiningu þeir Ólafur Tr. Ólafsson verslunarmaður og Sigurgeir Jónsson söngkennari frá Stóruvöllum í Bárðardal árið 1906. Umsjón með byggingunni hafði Guðbjörn Björnsson timburmeistari. Þess má geta að sama sumar stýrði Guðbjörn einnig byggingu Samkomuhússins en það var reist á 6 mánuðum og þótti mikið afrek enda húsið mikið stórhýsi og verkfæri almennt ekki stórvirk á þeim tíma. Má því nærri geta að Guðbjörn hafi verið mikill dugnaðarmaður og haft í nógu að snúast sumarið 1906.  En Spítalavegur 15 er all sérstakt að gerð, tvílyft timburhús með lágu risi á háum kjallara. Helstu sérkenni þess eru litlar tvílyftar útbyggingar, inngönguskúrar, á göflum. Önnur útbygging, stigahús er á bakhlið hússins. Upprunalega var húsið timburklætt en nú er það klætt svokölluðu steinblikki, amerískri blikkklæðningu sem algeng er á Akureyri en sjaldséð annars staðar. Það skýrist einfaldlega af því að aðeins einn maður flutti þetta inn á sínum tíma og var hann búsettur hér. Lóð hússins er mjög stór en var mikið stærri og tilheyrði húsinu tún sunnan við. Þá stóð steypt hlaða á baklóð hússins en hún var rifin fyrir áratugum.  Húsið var mjög lengi í eigu sömu fjölskyldna en afkomendur Sigurgeirs munu hafa átt neðri hæð allt til 2002.  Íbúðaskipan hefur alla tíð verið sú sama , ein íbúð á hvorri hæð. Húsið er tiltölulega lítið breytt frá fyrstu gerð. Þó hafa gluggar neðri hæðar verið síkkaðir og gluggapóstar munu upprunalega hafa verið krosspóstar en nú eru í húsinu sexrúðugluggar ( áttarúðu á neðri hæð ). En þeir gefa húsinu einnig svip og er það síst minna glæsilegt nú en áður fyrr. Húsinu er vel við haldið sem og gróskumiklum garði í kringum það. Þessi mynd er tekin í sól og 25 stiga hita þann 22.júlí 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 436830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband