Brjáluð stemning í Þorpinu

Ég var staddur á Þórsvellinum og sá þessa líka rosalegu flengingu á Austfirðingunum, og þvílíkt og annað eins! Á fyrstu 9 mínútunum sölluðust niður tvenn mörk og í fyrri hálfleik höfðu Þórsarar skorað hvorki meira né minna en 5 mörk.  Við félagarnir göntuðumst fyrir leikinn, spáðum sigri á borð 6-0 o.s.frv. og í byrjun spáði ég að þetta færi 7-1, en það var nú ekki mikli alvara á bakvið það. Fjarðarbyggð átti þarna nokkra stuðningsmenn sem höfðu hátt þar til að ca. sjötta, sjöunda mark var í höfn. Það var mikil stemning og fögnuður þegar flautað var til leiksloka en næstu mínútur strax á eftir voru rafmagnaðar og á stundum mátti heyra saumnál detta í stúkunni. Því nú var beðið tíðinda að sunnan, hvernig Leiknis- Fjölnisleikurinn færi. Þegar úrslitin sunnan heiða urðu ljós braust svo út rosalegur fögnuður- enda ærin ástæða til!  Óska Þórsurum til hamingju með úrslitin og úrvalsdeildarsætið! :-)
mbl.is Þór í úrvalsdeild - Fjarðabyggð féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Til lukku með daginn Þórsarar! Það var kominn tími til að Akureyrarlið spilaði í efstu deild.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 18:31

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk takk :) Og já, það var svo sannarlega kominn tími til!

Arnór Bliki Hallmundsson, 18.9.2010 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband