Hús dagsins: Norðurgata 4 og 6

Í síðustu færslu var ég staddur í Lundargötunni en nú berum við niður í Norðurgötu næstu þvergötu neðan við. p8280032.jpgMyndin hér til hliðar sýnir "þríburahús" húsaröðina nr. 2-6 við götuna. Þetta eru einlyft timburhús með portbyggðu risi og miðjukvisti, dyr við miðju að framan og tvo glugga sitt hvoru megin við þær. Húsin eru byggð 1897 og 1898 ( Norðurgata 6) fyrir þrjá einstaklinga og er talið að Snorri Jónsson húsasmíðameistari hafi staðið að byggingu þeirra. Hann reisti á sama tíma mikið stórhýsi við Strandgötu 29, sunnan við Norðurgötu 2. Um Norðurgötu 2 hef ég áður fjallað fyrir rúmu ári síðan. Enn í dag hafa húsin öll sama svipmót að framan og gefa götumyndinni skemmtilegan svip. En hins vegar má sjá mismunandi viðbætur við þau bakatil, eins og sjá má á neðri mynd. Á Norðurgötu 2 hefur risinu verið lyft og byggður inngönguskúr en byggt hefur verið við Norðurgötu 4 auk þess sem risi hefur verið lyft. Nr. 6 hefur haldist óbreytt að mestu, en líklegast hefur þó verið steyptur undir það hærri kjallari en eins og sjá má stendur það töluvert hærra heldur en hin tvö húsin. Vitað er að uppúr 1920 voru húsið skáhallt á móti, Norðurgata 11 hækkað upp og ekki ólíklegt að þetta hús hafi einnig fengið slíka yfirhalningu.  Upprunalega hafa húsin líkast til öll verið timburklædd en nú eru þau góð sýnishorn fyrir utanhúsklæðningar því þau eru klædd steinblikki (nr. 6 og 4 að hluta), bárujárni (nr.4) og nr. 2 er klætt steinskífu, annað tveggja húsa á Akureyri sem enn skartar slíkri klæðningu. nor_urgata_2_4.jpgÞá hefur íbúðaskipan húsanna eflaust tekið stakkaskiptum þessi 112-13 ár, en nú eru Norðurgata 2 og 6 einbýlishús en Norðurgata 4 er parhús. Húsin eru yfirleitt í góðu ásigkomulagi og eru til prýði í götumyndinni. Myndirnar með þessari færslu eru teknar 28.ágúst 2010 og 21.janúar 2005 og líklega segir sig sjálft hvor mynd er tekin hvenær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

þessi eru falleg, það er alveg satt

Ragnheiður , 25.10.2010 kl. 10:20

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Það er alveg rétt, falleg eru þau ein og sér en saman mynda þau einstaklega smekklega heild.

Arnór Bliki Hallmundsson, 26.10.2010 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband