Hús dagsins: Lundargata 5

Þetta litla og látlausa timburhús við Lundargötu var reist árið 1895. pa100011.jpgEr þetta tvílyft bárujárnsklætt timburhús á lágum kjallara. Upprunalega var það einlyft með háu risi en einhverntíma hefur risinu verið lyft og það fengið það lag sem það nú hefur. Til er mynd frá 1922 úr Lundargötunni sem sýnir vinnu við lagningu fyrstu raflína á Akureyri og þar er húsið enn einlyft. Forstofubyggingin á suðurgafli hefur svo líklega komið ennþá seinna. En það er ekki óalgengt með hús á þessum aldri að gegn um tíðina hafi þau verið stækkuð eftir því sem fjölskyldurnar sem þar bjuggu urðu fleiri og stærri. Í þessu húsi, munu t.d. um tíma búið fjórar fjölskyldur, tvær íbúðir á hvorri hæð. Margir hafa átt og búið í þessu húsi gegn um tíðina, m.a. Halldór Friðjónsson sem ritaði þarna blöðin Alþýðumanninn og Verkamanninn. Nú er húsið einbýli og hefur verið síðustu áratugi. Þessi mynd er tekin 10.10. 2010.

 

Lundargatan er efsta þvergatan á Eyrinni neðan Glerárgötu. Næst ganga Norðurgata, Grundargata og Hríseyjargatan norður úr Strandgötunni en þar neðan við er Hjalteyrargatan sem en þar neðan við eru iðnaðarhúsnæði- og svæði. Lundargatan og Norðurgatan eru ívið eldri en hinar neðri, þær tóku að byggjast um 1880 og fáein hús standa enn frá þeim tíma. Grundargatan er að mestu byggð 1890-1900 en Hríseyjargatan miklu yngri, byggð eftir 1920. Einkennandi fyrir Lundargötuna eru látlaus og lágreist hús og hefur hún sem varðveislugildi sem heild.  Þessi mynd er einmitt tekin norður Lundargötuna á miðnætti á sumarsólstöðum 21.júní 2009. P6210034


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 420166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband