Hús dagsins: Aðalstræti 34

pa230006.jpgÁ víðlendri og gróskumikilli lóð við Aðalstræti 34 stendur húsið sem sést á þessari mynd. Það mun einnig kallað Davíðsbær. Húsið er einlyft timburhús, járnklætt, með háu risi á lágum kjallara. Það sem helst gefur húsinu svip er kannski skrautlegur umbúnaður kringum  framdyrnar og þessi skemmtilegi tígull yfir þeim. (Þarna gæti maður ímyndað sér að hafi einhverntíma verið skilti). En húsið var reist árið 1877 af manni að nafni Ólafur Sigurðsson. Áður hafði staðið þarna  torfbær sem kallaður var Davíðsbær, en hann hafði Davíð Sigurðsson, bróðir Ólafs reist um 1850 og mun það nafn síðan hafa flust á þetta hús. Alla tíð hefur húsið verið íbúðarhús- en ekki þykir mér ólíklegt að einhver verslun eða smáiðnaður hafi verið þarna í fyrndinni. Nú er húsið einbýli og hefur verið um áratugaskeið. Er húsið næsta lítið breytt frá fyrstu gerð og viðhald bæði á hús og lóð til fyrirmyndar.  Nýlega voru settir sexrúðugluggar í húsið en þar voru áður einfaldir þverpóstar- húsið hafði m.ö.o. verið augnstungið en svo er kallað þegar upprunalegum póstum eldri húsa (gjarnan fjölrúðu- eða skrautpóstum, skraut og umbúnaður fjarlægður) er skipt út fyrir nýmóðins eða einfaldari pósta. Þessi mynd er tekin fyrir rúmum tveimur vikum, 23.október á fyrsta degi vetrar.   (Wink Það lítur reyndar út fyrir að gleymst hafi að segja nokkrum trjám frá því  en einhverjir runnar og tré á myndinni virðast enn bera græn lauf í snjónum. ) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 487
  • Frá upphafi: 436842

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 313
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband