Gamli Skódi

Á síðasta myndaleiðangri mínum þann 23.október sl. gekk ég fram á þennan eðalvagn á bílastæðinu við Glerártorg. Þessir gæðingar voru ekki óalgengir fyrir fáeinum árum síðan en eru orðnir  sjaldséðir. Enn þetta er að sjálfsögðu Skoda af eldri gerð, giska á að hann sé frá ca. 1987, plús/mínus einhver ár. Þetta voru ansi vinsælir bílar á sínum tíma en voru etv. engir lúxusbílar. T.a.m. var útvarp ekki staðalbúnaður í einhverjum árgerðum. Þeir voru með vélina afturí líkt og gamla góða Bjallan. Það er raunar ekki svo galin ráðstöfun- sérstaklega ef bíllinn er afturdrifinn. Þá er þyngdin á drifinu og eins ef ekið er í brekku eða snjó þá er vitanlega auðveldara að ýta áfram heldur en að draga á eftir sér. pa230011.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ég átti einn svona, gráan. Hann skilaði manni þangað sem maður ætlaði. Ingimar Eydal átti alltaf skoda líka.

Ragnheiður , 10.11.2010 kl. 20:05

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Kemur mér ekki á óvart að Skódinn hafi verið seigur. Þeir voru það í rauninni- en nutu kannski ekki sannmælis. Já, Ingimar Eydal var mikill Skodamaður og var átti þá víst nokkra gegn um tíðina.

Arnór Bliki Hallmundsson, 11.11.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 420842

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 480
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband