Nokkrar plöntur

Nú er maí hálfnaður og sumar búið að standa í þrjár vikur; skv. almanakinu. Það er allavega enginn vafi á því að vorið er löngu komið:  farfuglarnir að týnast heim, birkitrén farin að sýna grænan lit og Vaðlaheiðin að mestu snjólaus. Þá má heita að hætt sé að dimma yfir nóttina- sumarið er þannig rétt handan við hornið- og eflaust margir sem segja bara að sumarið sé komið. Hér eru nokkrar myndir sem aldeilis minna á sumarið- af nokkrum íslenskum plöntum. 

 P7040024 Gulmaðra (Galiverum verum) á mel í Glerárþorpi skammt sunnan Þórssvæðis. Myndin tekin 4.júlí 2009. Bæirnir Möðruvellir, Möðrudalur og Möðrufell heita eftir þessari plöntutegund.

 P7090017 Smjörgras (Bartsia alpina). Hvers vegna plantan er kennd við smjör hef ég ekki glóru um, en einhvern tíma var sagt að hér hafi dropið smjör af hverju strái. Kannski hafa þessi "strá" verið smjörgrös Smile.  Myndin er tekin að kvöldi 9.júlí 2009 á Súlumýrum í um 400m hæð.

 P7090018Margir kannast við þessa plöntu og hafa af henni not en  á haustin má týna af henni dökkblá og sæt ber. Þetta er nefnilega Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus) en þar sem þessi mynd er tekin fyrripart júlí (þann 9.) eru ekki komin ber. Þessi planta var rétt hjá smjörgrasinu á myndinni að ofan, í 400m hæð ofarlega á NA verðum Súlumýrum.

P6170067 Fjóla, heitir raunar Þrenningarfjóla (Viola tricolor) fullu nafni. Einstaklega falleg planta sem kýs sér hrjóstruga vaxtarstaði, mel eða möl en þessi vex í kverk milli malbikaðrar gangstéttar og steypts kants við Eyrarveg á Oddeyrinni. Myndin er tekin um tvöleytið að nóttu 17.júní 2010.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 511
  • Frá upphafi: 436866

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 330
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband