Hús dagsins: Gránufélagsgata 33; Hinrikshús.

 Gránufélagsgata 33 stendur á horni Gránufélagsgötu og Hríseyjargötu. Húsið reisti maður að nafni Hinrik Pétursson árið 1917. P1150051Var það þá einlyft steinsteypuhús með portbyggðu risi á kjallara.  Húsið hefur tekið töluverðum breytingum frá upphafi og verið stækkað nokkrum sinnum, líklegt þykir mér að bakbygging hafi upprunalega verið geymslu- eða verkstæðisbygging. En það er í raun algengara en hitt að hús sem komin eru nálægt 100 árum eða eldri hafi verið stækkuð eða breytt umtalsvert að ytra byrði. Nú má segja að húsið sé tvær álmur, önnur tvílyft með lágu risi, samsíða Hríseyjargötu og svo upprunalega húsið, einlyft með miðjukvisti og snýr að Gránufélagsgötu. Húsið hefur líkast til allt verið byggt upp í kjölfar bruna á 7.áratug síðustu aldar en hér má sjá myndir af því af vef Slökkviliðs Akureyrar.  Á þeim myndum má sjá að miðjukvistinum hefur verið breytt eftir það. Upphaflega hefur húsið líkast til verið einbýli en nú eru í því tvær íbúðir, ein í framhúsi og neðri hæð bakvið og önnur minni á efri hæð bakbyggingar. Húsið var allt tekið til gagngerra endurbóta utan sem innan fyrir um tveimur áratugum og lítur nú stórglæsilega út. Það er klætt múrmylsnuplötum og gluggar eru nýlegir og þakklæðning. Ef myndin er skoðuð í fullri stærð (það gert með því að smella á hana) má sjá áletrunina "Hinrikshús 1917" bakatil á húsinu. Þessi mynd er tekin 15.jan 2012.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband