Hús dagsins nr. 143: Spítalavegur 8

Enn erum við stödd í Spítalavegi- þessari skemmtilegu tengibraut milli Innbæjar og Brekku en nú færum við okkur yfir götuna af Undirvelli, fyrrum spítalalóð og stöldrum við hjá Spítalavegi 8.P3180103 En ég tók tvær myndir af húsinu, bakhliðinni sem snýr að Spítalavegi en einnig fór ég fram á brekkubrúnina að mynda framhliðina. Nú get ég ekki gert uppá milli hvora myndina ég á að nota svo ég læt bara báðar fylgja. En Spítalaveg 8 byggði Kristján Sigurðsson árið 1903. Er húsið einlyft timburhús með portbyggðu risi og miðjukvisti. Það stendur á steinsteyptum grunni og litlar forstofubyggingar eru á bakhlið og suðurgafli.  Ekki veit ég hvort að miðjukvistur var framan á húsinu upprunalega en á mynd á bls. 187 í Akureyri e. Steindór Steindórsson (1993) má sjá mynd frá 1925 af m.a. bakhlið hússins- en þá er ekki kominn stóri kvisturinn á bakhlið. Um 1930 var byggð forstofubygging á suðurgafl og tveimur árum seinna svalir á þakið á henni og mögulega var bakhliðarkvisturinn reistur um svipað leyti. Þá var húsið einnig forskalað. Þá var eigandi hússins Helgi Pálsson. P3180102Múrhúðin var tekin af húsinu skömmu fyrir 1986 og timburklæðning endurnýjuð og húsið þannig fært nær upprunalegu útliti. Nú er húsið allt hið glæsilegasta, hefur hlotið gott viðhald bæði að utan sem innan. Húsið er einbýlishús og hefur líkast til verið það alla tíð. Það stendur á mjög skemmtilegum og áberandi  stað hátt á brekkubrúninni ofan Hafnarstræti og blasir við frá Drottningarbrautinni. Þá fylgir húsinu stór og gróin lóð með miklum trjágróðri. Myndirnar með pistlinum voru teknar í einmunablíðunni sunnudaginn 18.mars 2012.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993) Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband