Nokkur tryllitæki af sýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17.6.2012.

Að venju var haldin vegleg bílasýning í Boganum á vegum Bílaklúbbs Akureyrar þann 17.júní sl. og að venju var ég á staðnum með myndavélina meðferðis. Hér eru nokkrir gæðingar af sýningunni.

P6170044   P6170065

Þessir tveir eru á svipuðum aldri- en eiga svosem fátt sameiginlegt en það. Hægra megin er Toyota Land Cruiser árgerð 1968 en þessi vinsæli gæðingur hefur verið framleiddur í yfir 60 ár. Þessi er búinn sex strokka vél F135, og virðist að mestu óbreyttur. Til vinstri er Chevrolet Chevelle Malibu árgerð 1970, vélin er V8 307. Og hvað þýðir það, kunna kannski einhverjir að spyrja. V8 þýðir einfaldlega að strokkarnir eru átta og liggja í V, þ.e. þeir mynda 45° horn hvor á móti öðrum á sveifarásnum. Í minni vélum liggja þeir oftast í beinni röð og er þá talað um línuvélar- en þegar strokkafjöldinn er kominn yfir sex verða línuvélar óþægilega langar. 307 vél stendur svo fyrir 307 kúbiktommur en það er amerískt mál yfir slagrými vélar. Hér og í Evrópu er þessi stærð gefin í  rúmsentimetrum eða lítrum- sem  jafngilda 1000 rúmsentimetrum. Sumum finnst kannski ruglingslegt að talað sé um "1600" og "2000" vélar í meðalfólksbílum en á sama tíma eru vélar í stórum amerískum drekum bara "427" eða "518" . En sá munur liggur í rúmtommum og rúmsentimetrum: Ein rúmtomma er 2,54cm*2,54cm*2,54cm= 16,378rúmsentimetrar. 307 vél er þannig 307*16,378= 5030 rúmsentimetrar eða 5 lítrar.

P6170038  P6170032

Chevroletinn af árgerð 1942 til vinstri hefur sennilega talist öflugt og stórtækt flutningatæki á sínum tíma. Hann er þó sennilega 5-10 sinnum léttari en þessi 70 árum yngri  MAN-trukkur til hægri- sem er af gerðinni TGX26-480. (Síðasta talan stendur væntanlega fyrir hestaflafjöldan en vélin er sex strokka og 480 hestöfl) MAN flutningabíllinn getur gengið bæði á dísilolíu og metani en grænu kútarnir munu vera undir hið síðarnefnda. Hér eru ítarlegar upplýsingar um þetta umhverfisvæna tryllitæki: http://www.landflutningar.is/media/flutningathjonusta/Gerdarlysing-okutaekis.pdf

Þetta er að sjálfsögðu bara brot af þeim myndum sem ég tók- en hér er ég með fleiri:

http://www.facebook.com/media/set/?set=a.2236219200421.60004.1696225131&type=3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 420820

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband