Hús dagsins (nr. 153): Norðurgata 33

Norðurgata 33 er eitt fjölmargra húsa sem Sveinbjörn Jónsson teiknaði- en húsið er byggt árið 1926 af Sigurði Björnssyni. P6200058Það ár voru reist þrenn hús eftir Sveinbjörn við Norðurgötu ,nr. 26 og 16 auk þessa húss. Norðurgata 33 er tvílyft r-steinhús með lágu risi og inngöngubyggingu og tröppum á norðurgafli. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð og hefur líkast til verið svo frá upphafi. Húsið hefur um nokkurra ára skeið verið nyrsta hús við Norðurgötu en nærliggjandi hús eru reist eftir 1929. Húsið er í góðri hirðu og til prýði- sem og lóðin umhverfis húsið. Þessi mynd er tekin um miðnæturbil á Sumarsólstöðum, 20.júní 2012.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 440797

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband