Svipmyndir að vestan

Ég hef ekki verið neitt sérstaklega duglegur að uppfæra sl. vikur (og kem ekki til með að vera það næstu tvær vikur heldur) En það er  einfaldlega vegna þess að yfir hásumarið er það að sitja við tölvuna ekki mjög ofarlega á forgangslistanum ég er frekar á ferðinni eða úti að viðra mig. Í síðustu viku brá ég mér á Vestfirði, um Djúpið á Ísafjörð. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom þangað en ýmislegt hafði ég heyrt af náttúrufegurð og hrikalegu landslagi. Ekki varð ég svikinn af því- auk þess sem við hrepptum eins frábært veður og orðið gat. Þar myndaði ég heil ósköp þ.m.t. mikið af gömlum húsum en á Ísafirði er mikil og heilsteypt torfa gamalla húsa. Þau mun ég fjalla um í "Húsum dagsins" á komandi vikum, en hér eru fáeinar svipmyndir úr Djúpinu. Þær eru teknar 12.júlí sl.

P7120060  P7120127

Til vinstri: Svartalogn í Álftafirði rétt fyrir kl. 9 að morgni. Svartalogn er það kallað þegar firðirnir við Djúpið eru svo sléttir að fjöllin speglast á milli, þannig að vatnsflöturinn verður svartur eða dökkur. Þarna glittir reyndar í smá sólarglætu við fjöruborðið hinu megin. Hægra megin er horft frá mynni Álftafjarðar yfir til Súðavíkur en fjallið ofan við heitir Kofri (635m).

P7120067  P7120126

T.v. Óshlíð, undir Búðarhyrnu (t.v.) og Arafjalli er einn alræmdasti slysakafli íslenskra þjóðvega vegna grjóthruns og snjóflóða en hér sést hún frá mynni Skutulsfjarðar. Óshlíðarvegur var lagður um 1950 og kom Bolungarvík í vegasamband við Djúpið en Óshlíðargöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur  leystu hann af hólmi 60 árum síðar. En hinu megin í Skutulsfirði eru önnur göng, í gegn um Arnarneshamar, á myndinni t.h. Þau eru að vísu ekki löng, aðeins 35m en eru fyrstu jarðgöngin á Íslandi og voru þau sprengd í gegn um hamarinn árið 1949 á svipuðum tíma og Óshlíðarvegur var lagður.

P7120046 P7110053

Skötufjörður er einn fjarðanna við Ísafjarðardjúpið. Ef við teljum frá Skutulsfirði, þar sem Ísafjarðarkaupstaður stendur og teljum firðina fram eftir Djúpinu er hann sá fjórði á eftir Álftafirði, Seyðisfirði og Hestfirði. Vestan megin í firðinum má finna forna hringlaga grjóthleðslu, sem kallast Hlaðið (á myndinni t.v.) Hlaðið er jafnvel talið vera frá landnámsöld og þykir minna á sams konar hleðslur sem tíðkuðust á Írlandi. Á myndinni til hægri er síðan mikil selasamkoma en þeir eru algeng sjón við flæðarmálið í Skötufirði eins og víðar við Djúpið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 440805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband