Hús dagsins (nr. 161): Silfurgata 2 og 6

Ein af aðslgötunum í eldri hverfum Ísafjarðar er Silfurgatan. Þar standa mörg stór og glæsileg timburhús frá fyrri hluta 20.aldar. P7120104Neðst við götuna standa tvenn svipuð hús, enda byggð eftir sömu teikningu. Það eru Silfurgata 2, blátt hús sem hér sést næst á myndinni og Silfurgata 6, gráhvítt, sést ofar við götuna. Húsin teiknaði og byggði Ragúel Árni Bjarnason árið 1906. Ragúel var fæddur á Bolungarvík 1878. Hann nam húsasmíðar í Osló en fluttist til Ísafjarðar 1905 og hóf rekstur verkstæðis og teiknaði auk þess þó nokkur hús sem oftar en ekki voru vegleg og skrautleg stórhýsi. Enda var þetta á hátindi Sveitser tískunnar norsku sem hann nam ytra og starfaði hér. En sem áður segir reisti Ragúel húsin um 1906 en verkkaupar voru kaupmennirnir Karl Olgeirsson (nr. 2) og Jóhann Þorsteinsson (nr. 6). Húsin eru tvílyft á lágum grunni, nær ferningslaga að grunnfleti með aflíðandi hallandi þökum og skreyttum þakköntum en hornin eru skáuð og þar eru kvistir. Nr. 2 er timburklædd en nr. 6 bárujárnsklædd. Húsin eru nokkuð sérstæð að gerð og útliti og  talin undir áhrifum frá byggingarstíl sem tíðkaðist vestan hafs t.d. í Chicago. En húsin hafa bæði þjónað svipuðum hlutverkum þessa rúmu öld, íbúðir á efri hæð og verslanir á neðri hæð. Bæði eru húsin í góðu standi og eru til mikillar prýði í götumyndinni. Þessi mynd er tekin 12.júlí sl.

Heimild:

Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen, Magnús Skúlason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 295
  • Frá upphafi: 437052

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband