Hús dagsins (nr.163): Nokkur hús við Tangagötu.

Tangagata liggur neðarlega á eyrinni þar sem eldri hverfi Ísafjarðar standa, niðri á bökkum, er það kallað. Neðan við og samsíða Tangagötu er Sundstræti en sú gata liggur við strandlengjuna en ofan við er dálítið styttri gata sem heitir Smiðjugata og Brunngata þar ofan.  Þessar götur liggja Norður-Suður en þær byrja við Skipagötu en Þvergata er næst austan við hana. Þessar götur liggja Austur-Vestur. Þá liggur Silfurgatan- sem komið hefur við sögu hér, gegn um Tangagötu. En við götuna standa mörg minni timburhús, byggð fyrir aldamótin 1900. Ekki hef ég nú vitneskju um hverjir byggðu eða bjuggu í þessum húsum, en bygginagarárin standa í mörgum tilvikum utan á húsunum.

Tangagata 19 er byggt 1898.P7120118 Það er einlyft timburhús með háu risi, á lágum kjallara. Svo maður geti nú í byggingasögu þessa hús myndi ég halda að a.m.k. tvisvar hafi verið bætt við það, í fyrsta lagi einlyft viðbygging á norðurgafli og eins inngönguskúr á framhlið. Húsið er í góðu standi og hefur líkast til verið "tekið í gegn" á allra síðustu áratugum. Húsið er líkast til einbýli en fyrr á árum gætu hins vegar hafa búið þarna nokkrar fjölskyldur.

 

 

 

 

 

Tangagata 24 er 116 ára og er í mjög góðu ásigkomulagi, á því er ný klæðning og nýlegar gluggar.P7120117  Húsið er tvílyft með lágu risi á lágum kjallara. Inngönguskúr framan á er líkast til seinni tíma viðbygging. Þá er einnig hugsanlegt að húsið hafi í fyrndinni verið einlyft með háu risi en hækkað um eina hæð.

 

 

 

 

 

 

Tangagata 33 er einlyft timburhús með háu risi, byggt 1885. P7120119Það er kallað Bubbuhús og því kennt við Bubbu nokkra sem ég þekki ekki frekari deili á. Hvort hún byggði húsið eða bjó þar lengi en hún hefur líkast til verið mikil heiðurskona. Húsið virðist í góðu standi, járnklætt með krosspóstum í gluggum. Ég er nokkuð viss um að einlyfti hluti hússins með flata þakinu sé seinni tíma viðbygging.  Líkast er húsið einbýli en þarna hafa sjálfsagt búið margar fjölskyldur í einu á fyrri hluta 20.aldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 437048

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 189
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband