15.6.2013 | 15:01
Hús dagsins: Grundargata 3
Elsta húsið við Grundargötu er þetta hús, Grundargata 3 en það var reist 1886 af Einari Sveinssyni. Þá var það töluvert öðru vísi en nú og líkast til ekki óáþekkt næsta húsi, Grundargötu 5 (sem var reyndar byggt rúmum áratug síðar) einlyft timburhús á lágum kjallara með lágu risi. Fyrir sléttri öld eða 1913 mun fyrst hafa verið byggt við húsið og þá til suðurs og var það þáverandi eigandi, Steinn Jóhannsson sem stóð að því. Það var tvílyft steinsteypt álma sem sneri göflum A-V en húsið snýr líkt og gatan N-S. Þegar húsið er virt 1918 er það allavega sagt einlyft timburhús með risi með tvílyftri viðbyggingu að norðan og þá var mun það hafa verið orðið allavega tveir eignarhlutar. Tveim árum síðar, eða 1920 er húsið enn stækkað en þá líkast til suðurs og var húsið eftir lengi vel eftir það eiginlega þrjár álmur, sú nyrsta tvílyft með lágu risi, í miðið var upprunalega húsið, einlyft með bröttu risi og kvisti og nyrst tvílyfta steinsteypuálman frá 1913. Löngu seinna var svo risið hækkað á miðhluta og nú er húsið tvílyft með lágu risi, múrhúðað timburhús og steinsteypt að hluta en bakhlið er bárujárnsklædd. Þverpóstar eru í gluggum. Hvenær nákvæmlega húsið fékk þetta lag sem það nú hefur er mér ókunnugt um. En allavega er húsið nú tveir eignarhlutar og skiptist í miðju og hefur verið svo í áratugi. Eigendur, leigjendur og aðrir íbúar hússins gegnum þessi tæpu 130 ár hljóta að skipta mörg hundruðum og ljóst er að nokkrum sinnum hefur það sprungið utan af innbyggjurum sínum. Margar og miklar viðbyggingar segja oft slíka sögu, en oft var búið mjög þröngt á Eyrinni á fyrri hluta 20.aldar. Í mörgum tilvikum hefur eflaust ekki veitt af að byggja við ýmis hús en fjárráð ekki leyft það. En Grundargata 3 lítur í dag vel út og virðist í góðu standi. Þessi myndir er tekin á lognkyrru sumarkvöldi, 6.júní 2013.
Grundargata 5, byggð 1898. Grundargata 3 var fyrstu 25 árin ekki ósvipuð þessu húsi að lögun og gerð. Ég mun fjalla um þetta hús í þar næsta pistli. Til hægri sést í norðurhlið Grundargötu 3 en þar steyptur gluggalaus veggur; eldvarnarveggur.
Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436847
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 318
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tharna 'atti 'eg heima um t'ima og var sk'ird tharna. Abba fraenka saumadi sk'irnarkj'olinn og h'elt 'a m'er undir sk'irn. S'era Fridrik s'a um athofnina.
Sigr'un Valdimarsdottir Sigurveigar J'onsd'ottur og Valdimars P'alssonar.
Sigrun Valdimarsdottir (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 16:13
Kíki ætíð inná þessa skemmtilegu pistla þína um gömlu húsin,en hvenær kemur út bók frá þér um gömlu húsin,og þá er þaug byggðu.? Það er mjög skemmtilegt hvernig þú setur upp þessa pistla þína,sem eru sögulegir og ættu heima á bók.
Númi (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 17:34
Takk fyrir þetta innlegg Sigrún, þetta er alltaf kærkomin viðbót við pistlana því hús eru auðvitað ekki bara hús því á bakvið þau er geysilega mikil saga margra fjölskyldna gegn um tíðinna.
Þakka kærlega hólið og skemmtilegt innlegg Númi. Ég hef oft hugsað þetta með bókaútgáfu enda hef ég fengið margar áskoranir og hvatningu um slíkt og það er svosem ekkert ákveðið í þeim efnum en alls ekki útilokað. Varðandi að gefa pistlana út á bók þá hef ég ímyndað mér að það myndi e.t.v. gerast þegar þessu "ævintýri" á síðunni lýkur og það yrði e.k. yfirlitsrit um pistlana. Það er hinsvegar hægara sagt en gert að setja punkt aftan við þessa umfjöllun, því alltaf dettur manni fleiri hús í hug að fjalla um ;)
Arnór Bliki Hallmundsson, 16.6.2013 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.