6.9.2013 | 12:04
Hús dagsins: Strandgata 29 og 31.
Eftir að lokið umfjölluninni um efri hluta Strandgötu upp að Hjalteyrargötu er að sjálfsögðu ljúft og skylt að fjalla um húsin við Strandgötu 29 og 31 en hér er um að ræða talsvert yngri hús en hin við götuna og upprunaleg hús löngu horfin. En hér er í raun um tvö sambyggð hús að ræða. Lóðin Strandgata 29 er óbyggð og er notuð sem bílastæði fyrir þau fyrirtæki sem aðsetur hafa í Strandgötu 31 en þarna stóð áður eitt stærsta og glæsilegasta hús Akureyrar. Það var mjög háreist tvílyft timburhús með háu portbyggðu risi, að stærð og lögun svipað Strandgötu 45 sem ég fjallaði um í síðustu færslu og klætt steinskífu, en nú eru aðeins tvö skífuklædd hús eftir á Akureyri, Norðurgata 2 (næsta hús á bakvið) og Strandgata 23. Húsið var kallað Snorrahús eftir Snorra Jónssyni, timburmeistara og athafnamanni en hann reisti húsið árið 1897 og oft var byggt við það eftir það bakatil, pakkhús, vélageymslur og íshús. Hluti þessara síðasttöldu standa enn að hluta og eru uppistaðan bakhúsinu á Strandgötu 31- en nánar um það hér að neðan. Snorrahús var stærsta hús á Oddeyrinni þegar það var reist og sennilega það stærsta á Akureyri þar til Menntaskólinn og Samkomuhúsið risu nokkrum árum seinna. (Hafnarstræti 88, reist 1900 er svipað stórt og Snorrahús var.) Snorrahús stóð árum saman autt og yfirgefið en haustið 1987 var brotið niður á einum degi og þykir það eitt mesta stórslys í húsasögu Akureyrar. Því það kom víst í ljós að húsið var í miklu betra standi en talið var og meira og minna stráheilt og hefði vel verið hægt að byggja það upp- en den tid den sorg eins og þar stendur.
En húsin sem nú eru á lóðinni eru misjöfn að aldri og gerð en mynda eiginlega eina heild, og hér tala ég um bakhúsið sem telst Strandgata 31 og framhúsið sem telst Strandgata 29 en það stendur þó raunar á lóðinni 31, einni húslengd austar en Snorrahúsið stóð. Ekki er gott að slá föstu um byggingarár bakhússins sem er tvílyft steinsteypuhús með skúrþaki í tveimur álmum, vinkillaga en einlyft bygging er á milli þannig að grunnflötur er ferhyrningslaga. Í Oddeyrarbók Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs segir að húsið sé byggt upp úr ís - og vélarhúsum Snorra Jónssonar sem þýðir að elstu hlutar hússins eru þá að stofni til frá því fyrir 1920. Smjörlíkisgerðin Akra eignaðist þetta hús 1938 og var þarna með starfsemi um árabil. Líklega er þetta hús byggt í mörgum áföngum en árið 1981 keypti Dagblaðið Dagur húsið og setti þar upp prentsmiðju. Framhúsið er tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með háu risi og miklum miðjukvisti. Það er reist 1988 og við hönnun þess hefur greinilega verið tekið mið af útliti margra húsa við Strandgötuna; það svipar um margt til forvera síns, Snorrahússins. Gluggaskipan o.þ.h. er að sjálfsögðu frábrugðin því sem var á eldri húsunum. Það var dagblaðið Dagur sem stóð fyrir byggingu hússins og sjálfum er mér tamt að kalla þetta hús Dagshúsið- og það á held ég við um flesta Akureyringa- enda þótt Dagur hafi liðið undir lok fyrir einum 17 árum síðan. Nú eru ýmis fyrirtæki og skrifstofur í húsinu, m.a. Ferðamálastofa, Mannvit og Eyþing. Myndin með færslunni sem sýnir framhúsið og horn bakhússin er tekin 10.júlí 2013.
Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur
PS.Ég fann enga mynd á netinu af Snorrahúsinu og eðlilega á ég ekki mynd af því sjálfur þareð ég var ekki nema 2ja ára þegar það var rifið. En þetta hús Strandgata 23, má e.t.v. segja að sé það nústandandi hús sem komist næst því í útliti, það er skífuklætt en kvisturinn á Snorrahúsinu var öðruvísi og 23 er ívið minna og lágreistara. Þessa mynd tók ég í febrúar 2007.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 41
- Sl. sólarhring: 140
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 445350
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 252
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.