Nokkrar plöntumyndir

Hér til hliðar hef ég skrifað skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars. Ég reyni svona af og til að reyna að standa undir þessu, en húsaumfjöllunin hefur vissulega verið svolítið einráð hér síðustu mánuðina. En ég mynda ekki bara hús, plöntur hvers konar eru mér einnig hugleiknar og hér eru nokkrar myndir frá síðastliðnu sumri, sem óðum er á undanhaldi en ég vil nú meina að sumarið endist fram undir miðjan september eða haustjafndægri. Þrátt fyrir að gráni í fjöll og haustlægðir gangi yfir.

P8100074Þessa plöntu rakst ég á í fjöru þar sem heitir Selatangar á sunnanverðu Reykjanesi þann 10.ágúst í sumar. Þetta held ég að sé sæhvönn (Ligusticum scoticum).

P7150039

Að kvöldi 15.júlí sl. hjólaði ég við annan mann upp í Fálkafell á Súlumýrum og í mýrarjarðvegi þar vestan undir skálanum var þessi hundasúra (Rumex acotosella). Blöðin af henni eru mikið sælgæti sem kunnugt er og oft notuð í salöt. Sjálfur vandist ég því bara að týna þau og borða bara beint!

P7150025

Þennan Aronsvönd (Erysimum hieraciifolium) rakst ég einnig á í Fálkafellsferðinni 15.júlí. Aronsvöndur er hávaxinn og skrautleg planta af krossblómaætt en hann er stundum nefndur Mývatnsdrottning vegna þess áberandi hann er þar.  Á myndinni má einnig sjá vallhumla, elftingar og fjær er  skógarkerfill sem segja má að sé hálfgerð plága í íslenskri flóru. Hann var upprunalega fluttur inn sem skrautplanta í garða en fór fljótlega að breiðast út villtur sem slæðingur, þar sem fræ plantna virða illa lóða- og garðamörk...

P7150021

Og talandi um skógarkerfilinn (Anhicrus sylvestris) þá má hér sjá breiðu af honum og annarri ekki síður umdeildri plöntu, nefnilega lúpínunni. (Lupinus nootkasenis). Þessi er tekin á leiðinni uppí Fálkafell, skammt ofan hesthúsabyggðarinnar Breiðholts, að kvöldi 15.júlí 2013. En hér er um innfluttar plöntur að ræða sem báðar hafa náð fótfestu hér enda eru þetta mikið hávaxnari og stórgerðari plöntur en flestar plöntur íslensku flórunnar. Lúpínan var flutt inn sem uppgræðsluplanta en oftar en ekki hefur útbreiðslan hafa farið úr böndunum og hún  ruðst yfir lággróður sem fyrir er. Lúpínan veit nefnilega ekki endilega hvar hún á að græða upp og hvar ekki- heldur vex bara þar sem henni þóknast Wink Hún virkar jarðvegsbætandi þar sem hún vinnur köfnunarefni úr andrúmslofti og skapar kjöraðstæður m.a. fyrir skógarkerfilin- sem einnig ryðst í stórum breiðum yfir allan lægri gróður sem fyrir er. Og eins og sést bersýnilega á þessari mynd þá valtar skógarkerfillinn yfir lúpínuna!

P7030005En önnur planta sem einnig hefur verið til að græða örfoka land er melgresi. (Leymus arenarius) Þar er um að ræða alíslenska plöntu sem þ.a.l. er í meira jafnvægi við flórunna heldur en t.d. lúpínan. Þessir melgrasskúfar eru í fjöruborðinu við Strandgötunna, en þessi mynd er tekin 3.júlí sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 326
  • Frá upphafi: 420299

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband