Nokkrar jólalegar. Myndir teknar á göngu 28.12.2013.

Í gær brá ég mér bæjarleið á gönguskíðum þ.e. frá Oddeyrinni yfir í Kaupangssveit. Færið var hreint út sagt afleitt, djúp lausamjöll efst og þar fyrir neðan hálfblautur snjór þannig að skíðin stein sukku. Ég var því tvo klukkutíma að arka þessa 7,5 kílómetra en á góðum degi labba ég þessa leið á rúmri klukkustund. En nóg um það. Að sjálfsögðu smellti ég af nokkrum myndum á leiðinni og hér koma þær. Sumar þeirra fannst mér vera eins og klipptar úr jólakortum:

PC280057

 Þetta er einmitt að mínu mati kjörin jólakortamynd, en þetta er Hafnarstræti 63 eða Sjónarhæð, 112 ára timburhús umvafið snævi þöktum trjágróðri. Þessi mynd hefur slegið í gegn á Facebook...

 

 

 

 

 

 

 

PC280059

 Sá sem sæi þessa mynd án þess að vita nein deili á henni myndi sennilega ekki giska á það fyrst að þetta væri Akureyrarflugvöllur- að vísu gefa lendingarljósin rauðu ótvíræða vísbendingu. En þetta er norðurendi flugbrautarinnar séður frá Leiruveginum. Það er mikið verk fyrir öflug snjóruðningstæki að halda brautinni og þarna er einn blásari á ferðinni.

 

 

 

 

 

PC280060

 Hér er ég staddur við eystri sporð Leiruvegsbrúarinnar og horfi til norðurs, út Eyjafjörð. Jakahröngl í forgrunni en í fjarska er Oddeyrin.

 

 

 

 

 

 

 

PC280062

 Hér er ég staddur á söguslóðum, en fyrir miðri mynd undir snjónum liggur Festarklettur, þar sem Helgi magri er sagður hafa lagt knerri sínum. Enda er bærinn Knarrarberg þarna skammt frá og nýlegt hús, Festarklettur þarna beint ofan við í trjálundinum. Þessi mynd er tekin á Leifsstaðabraut þar sem hún mætir gamla Þjóðveginum á leið austur. Leifsstaðabraut  lá upp að bæjunum Leifsstöðum, Krókstöðum, Fífilgerði og Arnarhóli en vegurinn var aflagður um 1994. 

 

 

 

 

PC280066

 Það er mikið lagt á greinar trjánna á snjóþungum vetrum eins og þessi mynd af Leifsstaðabrautinni ber með sér. Stundum geta greinarnar sligast.  Á sumrin gengur maður gegn um þétt birkitrjágöng þarna en í gær mátti maður taka af sér skíðin þar sem þau flæktust og kræktust í slútandi trjágreinunum. Þá var bara að ösla snjóinn sem var sitt hvoru megin við metrann á dýpt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 64
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 360
  • Frá upphafi: 421477

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 232
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband