23.4.2015 | 19:49
Ægisgata sunnanverð
Hér eru greinar sem ég hef skrifað um sunnanverða Ægisgötu, það er elsta hluta götunnar, neðan við Eyrarveg. Með þessari umfjöllun slæ ég botninn í hina skipulögðu umfjöllun um öll hús á Norðurgötu- Eiðsvallagötu- Ægisgötu reitnum en hann hef ég tekið fyrir frá nóvemberbyrjun eða í allan vetur, því nú er sumarið gengið í garð skv. almanakinu. Í þessari umfjöllun hef ég notað Eyrarveginn sem markalínu en byggingarárið 1940 hefur einnig verið viðmið, þó auðvitað hafi yngri hús fylgt með. Ég er ekki viss um að ég leggi í jafn "massíva" og skipulagða vinnu um heilar götur á þessum forsendum, frekar eitt og eitt hús eða fáein hús í sömu götu í röð. Svo er ég alltaf að reyna að koma einhverju skikki á þetta greinasafn mitt sem telur örugglega nálægt 500 greinum sem allar raðast í belg og biðu. Einn liður í þessu "skikki" er að útbúa tenglafærslur á borð við þessa hér. En ég skal bara viðurkenna að þetta er alveg djöfulleg vinna að reyna eitthvað að eiga við þetta pistlasafn mitt og oft gefst ég upp á að reyna. Enda passa ég mig alltaf á því að þetta skemmtilega hobbý mitt snúist ekki upp í kvöð og leiðindi og ein leiðin er að leggja ekki meira á sig en maður nennir. En nóg um það, hér eru Ægisgata 1-14.
Ægisgata 1 (1939)
Ægisgata 2 (1936)
Ægisgata 3 (1939)
Ægisgata 4 (1936)
Ægisgata 5 (1939)
Ægisgata 6 (1937)
Ægisgata 7 (1939)
Ægisgata 8 (1936)
Ægisgata 10 (1937)
Ægisgata 11 (1937)
Ægisgata 12 (1936)
Ægisgata 13 (1937)
Ægisgata 14 (1936)*
*Þessa færslu skrifaði ég fyrir rúmum fjórum árum. Það sem ekki kemur fram í þeirri færslu en skal getið hér er að Jón Helgason skósmiður fékk árið 1936 lóð og húsbyggingarleyfi "við Ægisgötu hornlóðina að austan milli Ægisgötu og Eyrargötu" [innskot: hér er vitanlega átt við Eyrarveg, vera má nafninu hafi verið breytt síðar]. (Bygginganefnd Akureyrar: fundur nr. 784, 9-11-1936).
Eins og sjá má er öll röðin byggð á árabilinu 1936-39 og meðalaldurinn því um 77,5 ár. Húsaröðin við Ægisgötu þykir mér alveg einstaklega smekkleg og vel heppnuð götumynd. Þetta eru einföld og látlaus og lágreist hús en í smæðinni og látleysinu felst ákveðinn glæsileiki, alls engu síðri en í skrauti hlöðnum stórhýsum. Ekki skemmir fyrir að flest eru í húsin í frábærri hirðu og lóðir smekklega frágengnar. Ég er ekki sérfróður um húsfriðun og varðveislumat enda aðeins leikmaður en ég get þess engu að síður hér mitt álit er, að húsaröðin við Ægisgötuna ætti að hafa ótvírætt varðveislugildi og njóta friðunar. Og hananú.
Síðastliðin vetur hef ég unnið að skrifum um Eiðsvallagötu- Ránargötu- Ægisgötu "blokkina" og auk þess hluta Norðurgötu sem liggur ofan fyrst töldu götunnar og samsíða hinum tveimur síðarnefndu. Hér var um nýbreytni að ræða hjá mér því yfirleitt hef ég látið nægja að leita fanga í prentuðum heimildum en nú lagðist í fundargerðarbækur og manntöl á Héraðskjalasafninu þar sem útgefnum bókum sleppti, en markalína Oddeyrarbókarinnar góðu er einmitt Eiðsvallagatan. Ég dró hinsvegar mörkin í minni umfjöllun við næstu samsíða "lang"-götu þ.e. Eyrarveg.
Eiðsvallagatan (færslur að mestu frá nóv 2014- jan 2015)
Norðurgatan (hús 28-40 færslur á bilinu jan-feb 2015)
Ránargatan sunnanverð (feb-mars 2015)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 440779
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.