Kartöfluræktunartilraun sumarið 2015

Ég hef síðustu  sumur ræktað kartöflur í litlum 15 fermetra heimilisreit. Yfirleitt eru það rauðar, Gullauga eða Helga sem verða fyrir valinu en oft hef ég leitt hugan að því hvort mögulegt væri að rækta einhver "framandi" afbrigði. Snemma í apríl sl. átti ég leið um grænmetisdeild Hagkaupa og rak þá augun í stórar og miklar bökunarkartöflur frá Bretlandi. Ég ákvað að kaupa nokkur stykki af þeim og athuga hvort hægt væri að láta þær spíra og setja þær niður. Og svona tókst þessi litla tilraun til:

Mynd0066

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12-6-2015. Hér er 6 stk. bökunarkartöflur eftir rúmlega 2 mánaða "spírun". Myndin er tekin skömmu áður en ég setti þær niður en það var með allra seinasta móti, eða þann 12.júní. Vorið var með eindæmum lélegt, kalt og blautt, kafsnjór 1.maí (eftir stórhríð þ. 26.apríl) og ég man ekki til þess að hitastigið hafi nokkru sinni náð tveggja stafa tölu allan maímánuð. Þrátt fyrir sólskin var ísköld norðanátt þann 12.júní þegar ég setti kartöflurnar niður.

Mynd0067

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til aðgreiningar frá annarri ræktum þ.e. rauðum og Gullauga kartöflum hlóð ég moldarstapan á myndinni fyrir bökunarkartöflurnar. Ég þorði ekki annað en að hafa gott bil á milli kartaflana því viðbúið var, að þær næðu mikilli stærð.

Mynd0089

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17.júlí voru komin nokkuð há grös. Bökunarkartöflugrösin voru hærri og stórgerðari en íslensku kartaflanna. Það rímar ekki við það sem ég hafði einhverju sinni heyrt, að því stærri sem grösin væru þeim mun minni kartöflum mætti búast við undir.

Mynd0101

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10.ágúst litu grösin svona út (Það sést á þessari mynd að ég var með eindæmum latur í arfatínslu þetta sumarið og skal það bara viðurkennt og játast hér með)

 

Mynd0111

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

21.ágúst afréð ég að kíkja undir grösin. Sumarið hafði verið óhagstætt líkt og vorið; rakt og kalt og spretta seinni. En þarna voru komnar hinar ágætustu kartöflur. Móðurkartaflan er lengst til hægri á myndinni. 

 

 

 

Mynd0141

Mynd0140

 

10-10-2015. Þann 10.október var svo komið að uppskeru. Haustið reyndist með eindæmum gott, september var hlýjasti mánuðurinn ef ég man rétt og ég var ekkert að flýta mér að rífa kartöflurnar upp þó kæmi ein og ein frostnótt. (Fyrsta frostnóttin var aðfararnót 31.ágúst og sá þá á grösunum en það er nú svo að spretta heldur áfram í moldinni þó grös sortni). Og svona lítur afraksturinn út! Stærstu kartöflunni ákvað ég að stilla upp við hlið hanska í fullorðinsstærð til viðmiðunar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 420255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband