Hús dagsins: Gránufélagsgata 16

Árið 1926 var ekki algengt að konur stæðu fyrir húsbyggingum, en það ár reistu þær Sigríður Þorláksdóttir og Jónína Jónsdóttir Gránufélagsgötu 16. P9290007Húsið er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi, bárujárn er á þaki og steyptar tröppur upp á efri hæð á vesturhlið en inngöngudyr að götu á framhlið. Inngangur er á efri hæð á vesturstafni og steyptar tröppur að götu. Þverpóstar eru í gluggum. Ekki fylgir sögunni hver teiknaði húsið en neðri hæð virðist innréttuð sem íbúð árið 1938, samkvæmt teikningum Tryggva Jónatanssonar. (Það er í sjálfu sér ekki ólíklegt að Tryggvi hafi teiknað húsið, en teiknaði fjölmörg hús á Akureyri á 3. og 4. áratug 20.aldar ). Á milli hússins og Gránufélagsgötu 18 stendur einnar hæðar steinsteypt tengibygging með flötu þaki, byggð um 1943 eftir teikningum Gústavs Jónassonar . Telst sú bygging standa við Gránufélagsgötu 18 og er reist sem viðbót við það hús. Sé heimilisfanginu Gránufélagsgötu 16 slegið upp í gagnagrunn timarit.is er ekki að sjá að þarna hafi farið fram verslun eða nein meiri háttar starfsemi, enda hefur húsið líkast til fyrst og fremst verið íbúðarhús alla tíð. En elsta heimildin sem timarit.is gefur upp varðandi húsið er frá 1928 en þá er Zophonías Jónsson gjaldkeri hins nýstofnaða Sjómannafélags búsettur þarna. En Gránufélagsgata 16 er látlaust, einfalt og skemmtilegt hús og nýtur sín vel í fjölbreyttri götumynd Gránufélagsgötu. Þessi mynd er tekin 29.sept. 2015.

 

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri. Einnig aðgengilegt á pdf-formi á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun_Oddeyri.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 436886

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband