Hús dagsins: Brekkugata 27

Árið 1924 fékk Jón Guðmundsson leyfi til að reisa steinhús á lóð sem hann fékk útmælda við Brekkugötu í árslok 1923.P1100317 Fékk hann að reisa hús 8,16 x 9m að stærð „með ýmsum útskotum“. Ekki þori ég að fullyrða hvort þessir 16 cm stafi af misritun ( 0 í stað 6) eða að bygginganefnd hafi verið svo nákvæm í mælingum sínum. Yfirleitt standa mál húsa í leyfisveitingum nefndarinnar þó á heilum tugum. Húsið er annað elsta húsið í þessari tilkomumiklu húsaröð, oddatölum 23-41 við Brekkugötuna. Í bókinni Líf í Eyjafirði  kemur fram að hönnuður hússins hafi verið Jón Guðmundsson og geri ég ráð fyrir, að um sama Jón sé að ræða og byggði húsið. Ekki hef þó ég óyggjandi eða staðfestar heimildir fyrir því að muni tilfellið. Jón og Guðmundur voru nefnilega -og eru- óskaplega algeng nöfn!

En Brekkugata 27 er einlyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti og bogadregnu útskoti á framhlið (sk. karnap). Á norðurhlið er forstofubygging og steyptar tröppur upp að inngangi. Krosspóstar eru í gluggum og bárjárn á þaki. Brekkugata 27 er mjög svipsterkt hús og helsta sérkenni eru steyptir tröppulaga þakkantar. Bogadreginn gluggi ofan kvistglugga með nk. „sólargeisla“ lagi gefur húsinu einnig sérstakan svip. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, líkast til einbýli frá upphafi. Ekki er að sjá að stórfelld verslun eða iðnaður hafi farið fram í húsinu á fyrri tíð, en elsta heimildin sem finnst um húsið á timarit.is er auglýsing um píanókennslu hjá Guðrúnu Jónsdóttur, haustið 1925. Húsið er að öllum líkindum að mestu óbreytt frá upphafi, a.m.k. að ytra byrði. Það er í góðri hirðu og til mikillar prýði og stendur hátt og á áberandi stað, líkt og nærliggjandi hús. Myndina tók ég þ. 10.jan. sl.

 Heimildir: Bragi Guðmundsson. 2000. Grenndarfræði. Í Bragi Guðmundsson (ritstj.): Líf í Eyjafirði. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri gaf út.

 Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933. Handritað skjal, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun.  Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 518
  • Frá upphafi: 436913

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband