Hús dagsins: Brekkugata 37

Benedikt Benediktsson kaupmaður á heiðurinn af byggingu tveggja húsa við ofanverða Brekkugötu. P1100321Hann reisti árið 1933 stórhýsi, verslunarhús og íbúðarhús á nr. 35 en sjö árum áður reisti hann hús nr. 37, sem um nokkurra ára skeið var nyrsta og efsta hús Brekkugötu að vestanverðu. Hann fékk sumarið 1926 leyfi til að reisa á lóðinni tvílfyt steinhús á lágum grunni með valmaþaki, 8,8x7,5m að stærð. Teikningar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson en þær eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu. Brekkugata 37 er einfalt og látlaust steinhús, tvílyft með valmaþaki. Þverpóstar eru í gluggum en bárujárn á þaki. Á norðurgafli, efri hæð er viðbygging byggð 1998 og tröppur upp að henni og inngangur þar, en inngangar á  neðri hæð eru nyrst og á miðri framhlið. Vegna mishæðar á lóð er viðbygging raunar aðeins við efri hæð. Af efri hæð er einnig gengið á svalir til vesturs, en einnig eru svaladyr til suðurs á neðri hæð. Brekkugata 37 hefur alla tíð verið íbúðarhús. Það er af algengri gerð steinsteypuhúsa frá síðari hluta 3.áratugarins, ámóta hús frá svipuðum má finna t.d. við Oddeyrargötu. Húsið er hins vegar, líkt og mörg hús í þessari röð, það eina sinnar tegundar í þessari röð en fljótt á litið mætti álíta húsið e.k. smærra númer af húsi nr. 33.  Brekkugata 37 er einfalt og látlaust að gerð, í góðu standi og til mikillar prýði í umhverfinu. Lóðin er einnig nokkuð stór og gróin, þar eru þó nokkur tré og litlar klappir. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin 10.jan. 2016.

 

Heimildir

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933. Handritað skjal, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun.  Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 386
  • Frá upphafi: 436919

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 276
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband