Hús dagsins: Brekkugata 35

Árið 1933 fékk Benedikt Benediktsson kaupmaður leyfi til að reisa íbúðar – og verslunarhús. 

P1100320Húsið Benedikts átti að vera steinsteypt, 12x9m að stærð með kjallara og lágu risi. Húsið reis um sumarið og haustið 1933, en teikningar að húsinu gerði Guðmundur Ólafsson byggingameistari í Brekkugötu 29. Hann teiknaði einnig það hús og á því heiðurinn af tveimur húsum í þessari glæstu húsaröð. Brekkugata 35 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og á lágum kjallara. Á suðurgafli eru svalir á annarri hæð en inngangar á framhlið og norðurgafli. Þar er einnig áföst skúrbygging. Í gluggum eru þverpóstar með fjórskiptum efri fögum en bárujárn er á þaki.

Sem áður segir var upprunalega verslunarrými á neðstu hæð, en skömmu fyrir jól 1933 opnaði Benedikt Benediktsson verslunina Baldurshaga í húsinu. Skömmu eftir hernám Breta voru átta hús skipuð loftvarnarbyrgi á Akureyri, ef til loftárásar kæmi og var Brekkugata 35 eitt þeirra. Þar áttu þeir bæjarbúar sem staddir voru úti á götum að leita skjóls ef loftvarnarmerki heyrðist. Ekki veit ég hvað réði því að þessi hús voru valin en líkast til hafa þau verið talin sterkbyggð og örugg. Enda um að ræða tiltölulega stór og nýleg steinhús í flestum tilvikum, en meðal annarra húsa sem skilgreind voru sem loftvarnarbyrgi voru Strandgata 33, Aðalstræti 8 og kjallari nýju kirkjunnar, þ.e. Akureyrarkirkju. Árið 1954 voru gerðar nokkrar breytingar á húsinu, þ.e. neðri hæð þar sem verslun var breytt í íbúð og gluggum breytt. Hefur húsið verið íbúðarhús frá þeim tíma en árið 1996 opnuðu þau Joris Rademaker og  Guðrún Pálína Guðmundsdóttir listsýningarsalinn Gallerí plús á neðstu hæð hússins. Galleríið var rekið þarna í um áratug eða svo en nú eru í húsinu tvær íbúðir, hvor á sinni hæð. Brekkugata 35 er glæsilegt og reisulegt hús og  lóðin er stór og vel hirt. Þessi mynd er tekin 10.jan 2016.

Heimildir:

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933. Handritað skjal, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun.  Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband