7.6.2016 | 12:14
Hús dagsins: Oddeyrargata 4
Þann 15.maí sl.birti ég grein hér á síðunni um Oddeyrargötu 6. Sú dagsetning var engin tilviljun því þann dag voru 100 ár liðin frá útgáfu byggingarleyfis fyrir húsinu. Og þar eð ég hafði þann háttinn á varðandi Oddeyrargötu 6 er mér að sjálfsögðu ljúft og skylt að birta í dag, 7.júní pistil um næsta hús neðan við. (Strangt til tekið hefði þessi grein átt að birtast í fyrradag en þann 5.júní 1916 fékk Jón Ísfjörð leyfi til að byggja Oddeyrargötu 4- en dagsetningar eru ekki heilagar, nema e.t.v. hjá þeim er þetta ritar)
Það var fyrir réttri öld eða snemma sumars 1916 sem Jón Ísfjörð skósmiður fékk leyfi til að reisa hús einlyft á kjallara með lágu risi að við framhald af Gránufélagsgötu. Hann hafði falast eftir lóð á sama stað og Trausti Reykdal (Oddeyrargata 6) en fékk lóðina við hliðina. Í byggingarleyfi og eins Fasteignamati 1918 er húsið sagt 6,3x6,3m að stærð en það munu vera 10x10 álnir. Það er raunar ekki óalgengt í bókunum frá þessum tíma, að stærðir húsa séu gefnar upp sem margfeldi af 0,63 metrum. Dettur mér í hug, að þarna hafi menn nýlega innleitt metrakerfið í opinberu tali en hugsað í álnum. Í bókum Bygginganefndar eru álnirnar alls ráðandi fyrstu árin eftir 1900 en víkja smám saman fyrir metrunum upp úr 1910 en þó má lengi vel sjá eina og eina alin á stangli fram undir 1920. Eftir það víkja þær h.u.b. algjörlega fyrir metrunum. Nóg um það.
Oddeyrargata 4 er einlyft steinsteypuhús með lágu risi og stendur það á háum kjallara, raunar svo háum að kalla mætti jarðhæð. Húsið er raunar tvær álmur, önnur þ.e. Sá hluti hússins sem byggður er 1916 snýr NA-SV en hín gengur vestur úr húsinu bakatil. Þar er um að ræða viðbyggingu frá því um 1980. Á NA-gafli hússins er forstofubygging og steyptar tröppur upp að henni en inngangar á jarðhæð eru m.a. á framhlið hússins og undir tröppum. Á suðvesturhlið er sólpallur. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á þaki en veggir hæðar eru múrsléttaðir en múrklæðning jarðhæðar með e.k. hraun áferð; í húsakönnun 2014 kallast það einfaldlega grófur múr. Upprunalegur hönnuður hússins er ekki þekktur en vitað er að Sveinbjörn Jónsson teiknaði viðbyggingu við húsið 1920, þ.e. skömmu eftir að það var byggt. Þar er að öllum líkindum um að ræða inngönguhúsið á gafli. Viðbygginguna vestan til teiknaði Tómas Búi Böðvarsson.
Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en líkt og margir iðnaðarmenn á öndverðri 20.öld stundaði Jón Ísfjörð iðju sína á heimili sínu. Hann starfrækti skóvinnustofu í þessu húsi og hér má sjá auglýsingu frá honum frá hausti 1919. Húsið er einfalt og látlaust að gerð; einföld steinsteypuklassík en engu að síður glæst og sjarmerandi. Eitt smáatriði, sem sá sem þetta ritar tekur eftir og þykir gefa húsinu sérstakan og einkennandi svip eru skrautlegir sperruendar sem standa út undir þakskeggi. Þetta er ekki óalgengt á Sveitserum eða Katalóghúsunum hinum glæstu norskættuðu timburhúsum frá upphafi 20.aldar mögulega arfur frá þeirri húsagerð. Steyptur kantur með sömu áferð á jarðhæð á lóðarmörkum gefur umhverfinu skemmtilegan svip. Húsinu er vel við haldið og virðist raunar sem nýtt að sjá, þrátt fyrir að bygging þess hafi hafist fyrir réttum 100 árum. Í húsakönnun er vel látið af húsinu og hefur það varðveislugildi sem hluti af götumynd Oddeyrargötu. Viðbygging þykir einnig sérlega vel heppnaðar og falla þær vel að húsinu, en slíkt er raunar alls ekki sjálfgefið þegar byggt er við eldri hús. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 3.maí 2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1902-21. Fundur nr. 428, 5.júní 1916. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 9
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 500
- Frá upphafi: 436895
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 332
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.