Hús dagsins: Þingvallastræti 10

Vorið 1931 fékk Ingimar Óskarsson grasafræðingur leyfi til að reisa hús á leigulóð sinni við Þingvallastræti. Grunnflötur hússins 8x8m og kvisti á framhlið, húsið hlaðið úr r-steini á háum steyptum kjallara. p5080340.jpgÍ ársbyrjun 1933 fékk Ingimar leyfi til að setja kvist á bakhlið hússins, þ.e. að norðanverðu, en miðjukvistur að framan hefur verið frá upphafi. A.m.k. er miðjukvistur á húsinu á upprunalegum teikningum Sveinbjarnar Jónssonar.

Þingvallastræti er einlyft r-steinhús á háum steinsteyptum kjallara og með háu risi og kvistum. Inngönguskúr er á austurgafli en miklar og voldugar timbursvalir, standandi á stöplum á vesturgafli. Krosspóstar eru í gluggum og eru efri fög með margskiptum smápóstum. Stallað bárujárn er á þaki hússins. Ingimar Óskarsson, sem byggði Þingvallastræti 10, var einn af helstu frumkvöðlum í grasafræðirannsóknum á Íslandi. Hann var fæddur að Klængshóli í Svarfaðardal árið 1892 og nam í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, og gaf út kennslubók í grasafræði sama ár og hann lauk prófi þaðan, 1913 (21 árs). Hann stundaði yfirgripsmiklar rannsóknir á flóru Íslands og útbreiðslusvæði plantna á 3. og 4.áratug síðustu aldar (og mikið lengur) og birti um þær fjölmargar ritgerðir og greinar. Hér fróðleg grein eftir Ingimar “Nokkur orð um trjenun” skrifuð í febrúar 1924 (á bls. 57-61) og birtist í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands. Hér er ítarlegt æviágrip um þennan heiðurs- og fræðimann, Ingimar Óskarsson. Margir hafa búið í húsinu gegn um tíðina, en hér var einnig rekin lítil bókbands- og fornbókaverslun 9.áratugnum og fram yfir 1990. Kallaðist sú verslun Glugghúsið og hér má sjá, innan um aðrar smáauglýsingar, auglýsingar frá versluninni en hana rak Njáll Bjarnason. Árið 1976 var forstofubygging byggð á austurhlið og svalir byggðar á vesturhlið árið 2003.

Húsið hefur á síðustu árum hlotið viðamiklar og vandaðar endurbætur (sem og umhverfi þess og lóð) og er nú sem nýtt að sjá. Í Húsakönnun 2015 segir að húsið verið gert upp “af myndarskap”. Þar er húsið metið með varðveislugildi sem hluti af þessari heild, enda sómir húsið sér einstaklega vel bæði eitt og sér, sem og í þessari geðþekku húsaröð gegnt Sundlauginni. Gluggar hafa verið færðir í sem næst upprunalega mynd- húsið hafði áður verið “augnstungið” og gefa þeir húsinu einstaklega skemmtilegan og sterkan svip. Gluggar virka að mörgu leyti sem “augu” húsa og ráða miklu og svip þeirra og einkenni. Hér má sjá mynd af Sundlaug Akureyrar, tekna á 4.áratugnum og sýnir hún gjörla hvernig húsið leit út í upphafi. Hvítur litur hússins gefur því bjart yfirbragð og hrafnsvart þakið skerpur raunar enn frekar á hvítum og björtum litnum. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 8.maí 2016.

 

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933.

Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 436918

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband