23.5.2017 | 00:36
Úr myndasafninu: Svipmyndir af Fálkafelli
Ég á býsna margar húsamyndir, líkt og lesendur þessarar síðu hafa orðið varir við. Þær telja víst um 900 hefur mér sýnst - en af sumum húsum á ég fleiri en eina mynd og jafnvel fleiri en tvær. En hvert er það hús sem ég á flestar myndir af, hvaða hús hef ég ljósmyndað oftast? Því er fljótsvarað. Það er nefnilega skátaskálinn Fálkafell á norðaustanverðum Súlumýrum. Ég hef ekki tölu á þeim útilegum sem ég hef farið þangað uppeftir sl. 22 ár sem ég hef verið félagi í skátafélaginu Klakki og sl. tíu ár hefur myndavélin ætíð verið með í för. Þá hef ég oft brugðið mér í hjól- eða göngutúra uppeftir með myndavélina. Það er sannarlega við hæfi að birta hér myndaþátt um Fálkafell í dag, 22.maí 2017 því í dag eru liðin 100 ár frá stofnun fyrstu skátasveitarinnar á Akureyri. (Líklega verður kominn 23.maí þegar þessi færsla birtist) Var það danskur maður, Viggo Hansen (síðar Öfjörd) sem stóð fyrir stofnun sveitarinar. Fálkafell hefur drjúgan hluta þessarar aldar verið órjúfanlegur hluti skátastarfs á Akureyri, en skálinn var byggður aðeins hálfum öðrum áratug eftir upphaf skátastarfs í bænum. Elsti hluti skálans er byggður 1932 (skálinn hefur raunar verið stækkaður og breytt verulega í a.m.k. fjórum áföngum) og hefur hann verið í samfelldri notkun þessi 85 ár. Mun Fálkafell því vera elsti útileguskáli landsins sem enn er í notkun- og ætti með réttu að njóta einhverrar friðunar. Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið af Fálkafelli, og einnig innandyra.
Hér er Fálkafell að sumarlagi, að kvöldi 9.júlí 2009. Þess má geta, að ég hafði verið skáti í fimm ár og farið a.m.k. tíu útilegur í Fálkafell áður en ég kom þangað að sumri til.
Það getur oft orðið snjóþungt við Fálkafell, en skálinn stendur í 370m hæð. Þessar myndir eru teknar þann 29.mars 2014
Að sjálfsögðu nýtti ég tækifærið þarna og brá mér upp á þak. Hér má sjá skemmtilegt sjónarhorn, Akureyri með skorstein Fálkafells í forgrunni.
Hér er horft á skálan frá suðvestri í haustsólinni þann 18.sept 2016.
Hér eru komnar myndir frá vetri, sumri og hausti og þá er sjálfsagt að bæta við mynd, tekinni að vorlagi- nánar til tekið þann 13.maí 2006.
Hér eru skátar undir suðurvegg Fálkafells að elda eitthvað girnilegt, undir stjórn Árna Más Árnasonar, í febrúar 2007. Glugginn hægra megin er á eldhúsinu, en sá hluti hússins mun vera sá elsti. Glugginn vinstra megin er hins vegar á viðbyggingu frá 1965, en þá var skálinn lengdur til vesturs.
Steinsnar norðan Fálkafells stendur eldiviðarskúr/kamar sem sjá hægra megin á þessari mynd, sem tekin er 6.mars 2016....
...þá er einnig brunnhús u.þ.b. 70 metrum norðan skálans og þangað er allt neysluvatn sótt. Það geta aldeilis orðið átök þreyttum og stuttfættum skátum í mittisdjúpum snjó, að ekki sé talað um í kolbrjálaðri stórhríð í ofanálag. Þessir skátar fóru hins vegar létt með að sækja vatnið þennan góðviðrisdag 28.febrúar 2015.
En nú skulum bregða okkur inn fyrir...
Hér má sjá svipmyndir af svefnlofti, borðsal og eldhúsi. Eins og sjá má eru þetta sérlega geðþekkar vistarverur.
Skálinn er kyntur með kabyssu sem tengist inn á miðstöðvarkerfi. Ný kabyssa var sett upp haustið 2014 (mynd til vinstri) en forveri hennar var orðinn ansi slitinn- en hafði aldeilis skilað sínu. Kyndiklefinn- sem kallast yfirleitt kabyssuherbergi er norðanmegin í húsinu, hinu megin við eldhúsið. Sá hluti skálans mun vera að stofni til bíslag sem byggt var við upprunalegt hús um 1943. Sá hluti hússins var lengst af forstofa eða allt þar til núverandi forstofubygging var byggð 1982.
Fálkafell hefur töluvert breyst í áranna rás. Hér má sjá mynd af skálanum eins og hann leit út á fjórða áratugnum.
Og svona leit hann út eftir fyrstu viðbyggingu, 1943. ATH. MYNDIN ER SPEGLUÐ. Núverandi kabyssuherbergi mun vera í bíslaginu sem er vinstra megin á mynd
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 6
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 389
- Frá upphafi: 436922
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 279
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.